Umhverfisstofnun hefur lagt til að nokkur svæði verði friðlýst. Umrædd svæði eru Jökulfall, Hvítá, og vatnasvið Hólmsár og Tungnaár en fleiri svæði verða sett á listann á komandi vikum.
Rammaáætlun sem samþykkt var á alþingi árið 2013 setur öll umrædd svæði í verndarflokk. Frestur athugasemda þingmanna við friðlýsingartillögurnar rennur út þann 14. desember næstkomandi.
Í rammaáætluninni koma fram þrír flokkar virkjanakosta. Þeir eru nýtingarflokkur, biðflokkur og verndarflokkur.
Guðmundur Ingi tilkynnti á fundi ríkisstjórnarinnar að tekið yrði á friðlýsingarmálum, en slíkt átak stendur í stjórnarsáttmála. Þar er með talið svæði í verndarflokki rammaáætlunar og friðlýsingar sem tól gegn álagi ferðamanna á viðkvæmum svæðum.
Rammaáætlunin segir ekkert til um vatnsvirkjanir sem framleiða undir 10MW og jarðvarmavirkjanir sem framleiða undir 50MW, en hugmyndir um sköpun þeirra hafa verið mikið til umræðu upp á síðkastið. Þá segir Guðmundur að það komi til greina að endurskoða mál þeirra.
Þá segir hann varðandi virkjanir undir 10MW að þær hafi verið mikið til umfjöllunar og að þær gætu haft heilmikil áhrif á umhverfið. Segir hann einnig að það sé framtíðarverkefni að endurskoða málið.
Guðmundur segir í viðtali við Mbl að friðlýsingar svæða geti haft góð efnahagsáhrif fyrir þjóð og héruð. Þjóðgarður Snæfellsjökuls sé eina friðlýsta svæðið á landinu sem notar þannig aðferðafræði en rannsókn bendir til að það hafi skilað um 3,9 milljörðum í þjóðarbú og af því um 1,8 milljarða króna til héraðsins. Guðmundur vonast til þess að rannsóknin gefi aukna þekkingu varðandi efnahaglegt mikilvægi friðlýstra svæða.
Hann segir það ekkert leyndarmál að hægt hafi gengið að friðlýsa svæði á verndaráætlunum. Markmið friðlýsinga séu ekki bara að vernda umrædd svæði heldur líka að efla byggðarþróun nærliggjandi byggða og greina hvaða tækifæri friðlýsingarnar opna. Byggðir fái líka nokkurn merkimiða enda sé hann merkisefni og mikilvægur náttúruverndarlega séð.
Þá bendir Guðmundur á að það sé mikilvægt að fólk viti hvað friðlýsing feli í sér. Það sé útbreidd kenning að friðlýsing þýði að það sé alveg bannað að athafna sig á svæðinu.