Of vægur dómur fyrir kynferðisbrotamann

Dóttir dæmds kynferðisbrotamanns, Anna Gílaphon Kjartansdóttir, er í sjokki yfir dómsúrskurð föður síns, eins og fram kemur á fréttaveitunni Stundinni. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot og misþyrmingar gegn tveimur dætrum sínum.

Varðandi dómsúrskurð var Anna mjög sár og fannst henni ekki hafa verið trúað. Henni fannst að hann hefði átt að fá miklu þyngri dóm en hann fékk. Þá vissi hún að hann myndi neita sök.

Kjartan Adolfsson, faðir Önnu, var gefið þær sakir að hafa ítrekað brotið gegn dætrum sínum frá barnsaldri auk þess að brjóta nálgunarbann. Þá var hann ákæður í fjórum liðum, en sýknaður af þremur.

Anna segir hann hafa reynt að sverta orðspor hennar til að reyna að láta sjálfan sig líta betur út. Hann sagði til dæmis í dómnum að hegðun Önnu hefði gjörbreyst og hún drykki og reykti, að Anna væri að reyna að flýja sig til að vera dópisti.

Í dómnum segir að Kjartan hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja og var gert að greiða Önnu 1,5 milljónir króna og yngri systrunni 3 milljónir vegna tilfinningalegra raskanna, eins og áfallastreituröskun.

Kjartan var einnig dæmdur árið 1991 í 10 mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn elstu dótturinni sem reyndi að koma í veg fyrir brot gegn yngri systkinum sínum án árangurs. Þrátt fyrir það fékk hann að hafa börn áfram.

Stjúpmóðir systkinanna, Tipvipa Arunvongwan, var einnig dæmd fyrir brot gegn þeim, en hún hafði ítrekað ógnað velferð og heilsu barnanna með ítrekuðu ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu.

Tipvipa Arunvongwan var dæmd til 10 mánaða fangelsisvistar, þar af sjö skilorðsbundna, fyrir ítrekuð ofbeldisbrot gegn systkinunum og sínu eigin barni. Játaði hún sjálf í skýrslutökum lögreglunnar að slá dóttir sína í uppeldisskyni. Anna segir við Stundina að stjúpan hafi neytt sig til að borða skemmdan mat. Talið er að dóttir Tipvipa hafi fengið betri meðferð en dætur Kjartans.