Sigmundur Davíð kemst oft í fréttir hérlendis og stundum erlendis. Hann á sér langan feril í íslenskri pólitík og er mjög þekktur meðal landsmanna.
Ferill
Þann 25. apríl 2009 var Sigmundur Davíð kjörinn á Alþingi fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður. Síðan þá hefur hann meðal annars verið formaður Framsóknarflokksins frá árinu 2009 til 2016, Íslandsdeild EFTA frá 2009-2011, Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES frá 2011- 2013, forsætisráðherra Íslands frá 2013-2016 og dómsmálaráðherra árið 2014.
Wintris skandallinn
Flestir muna eftir Wintris málinu, en það komst í fréttir víðsvegar um heiminn.
Þann 3. apríl 2016 átti stærsti leki sögunnar sér stað, oft kallaður Panamalekinn (en. Panama papers). Þá var lekið 2,6 terabætum, eða 2600 gígabætum af skjölum úr stórri lögfræðistofu í Panama, Mossack Fonseca. Lekinn opinberaði ýmis félög með skattaskól á aflandseyjunni og var fyrirtækið Wintris eitt þeirra. Skjölin leiddu ennig í ljós að Sigmundur hafi verið helmingseigandi Wintris frá árinu 2007-2009.
Þann 28. nóvember 2007 sendi starfsmaður Landsbanka Lúxemborgar fyrirmæli til Panama vegna Wintris og óskaði eftir að hluthafarnir yrðu Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Helmingur átti þá að vera í eigu Önnu Sigurlaugar og hinn helmingurinn í eigu Sigmundar Davíðs.
Viðtal sænsku sjónvarpsstöðvarinnar SVT við Sigmund
Þann 11. mars 2016 var Sigmundi boðið í viðtal á Tjarnargötu við sænska fréttamanninn Sven Bergman. Sigmundur mætti í viðtalið grunlaus um að hann yrði spurður út í Wintris.
Þegar Sigmundur er spurður úr í skoðanir hans á skattaskjólum, svarar hann að allir þurfi að borga sinn skerf, samfélagið sé stórt verkefni sem allir þurfa að taka þátt í og þegar einhver svindli í þátttöku sinni sé það litið alvarlegum augum.
Þegar blaðamaðurinn spyr Sigmund hvað hann viti um félagið Wintris svarar hann svo eftirminnilega „jæja, uhh, umm, ahh, sko…“, segir fréttamanninn hafa platað sig í viðtalið á röngum forsendum og rýkur stuttu seinna út úr viðtalinu.
Þetta komst í heimsfréttirnar og þótti mikið hneykslismál. Sigmundur sagði af sér sem forsætisráðherra stuttu seinna.