FM957
FM957 er útvarpsstöð í eigu 365 miðla. Fólkið sem fer með daglega dagskrá útvarpstöðvarinnar eru Brynjar Már, Erna Dís og Þórhallur. Pétur Valmundarson fer með framleiðslu. Einnig eru þættir og sá vinsælasti þeirra er sennilega FM95BLÖ, sem Auðunn Blöndal fer með og fær oft gestina Egil (Gillzenegger) Einarsson, Sverri þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon. Hægt er að hlusta á FM957 á FM rás 95,7 eða í beinni á vefsíðu Vísis.
K100
K100 hét upprunalega Kaninn, en Kaninn fór í loftið árið 2009. Árið 2012 keypti Síminn útvarpsstöðina og gaf henni núverandi nafn sitt. K100 hefur verið í eigu Árvakur hf. síðan 2016. K100 er með fjölbreytta dagsskrá en meirihluta dagsins er spiluð tónlist af vinsældarlista og rabbað um hitt og þetta á milli laga. Allir virkir dagar byrja á þættinum Ísland vaknar sem Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr fara með. Farið er yfir helstu fréttir á heila tímanum alla virka daga milli 7 og 18. Tónlistarmaðurinn og gleðigjafinn Páll Óskar heldur reglulega Pallaball í beinni þar sem hann skemmtir hlustendum eins og hann gerir best. Hægt er að hlusta á K100 á FM rás 100,5 eða í beinni á vefsíðu Mbl.
KissFM
KissFM var stofnuð af Brynjari Má árið 2001 og er hún samkvæmt þeim númer eitt þegar kemur að íslenskum poppstöðvum. KissFM er með útsendingu á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. KissFM er fjölbreytileg útvarpsstöð með þætti af allskyns toga; Shades of RVK, Elements og Asian Fusion, svo eitthvað sé nefnt. Sum kvöld breytist KissFM í FMxtra, en það var jaðartónlistastöð sem hætti fyrir nokkrum árum. Hægt er að hlusta á KissFM á FM rás 104,5 eða á vefsíðu þeirra.
ÁttanFM
Áttan er hópur sem á uppruna sinn að rekja til Verzlunarskóla Íslands. Hópurinn hóf að gera myndbönd og leggja inn á netið og er hann í dag orðinn gríðarlega vinsæll. Hægt er að hlusta á ÁttanFM á FM rás 89,1 eða á vefsíðu þeirra.