X-ið
X-ið, líka oft kallað X-977, er íslensk rokkstöð sem spilar aðallega rokk en einnig aðra tónlist inn á milli. Stöðin fór í loftið árið 1993 og var stofnuð af Alvakinn hf. X-ið er með marga útvarpsþætti en þeir helstu eru Harmageddon, Morgunþátturinn Ómar og Úlfur Ómar. Þessir þættir eru í loftinu á öllum virkum dögum. Hægt er að hlusta á X-ið á FM rás 97,7 eða á vefsíðu Vísis.
FlashBack
FlashBack stendur undir nafni en það er útvarpsstöð sem spilar smelli fyrri tíma. Hún var stofnuð árið 2013 og varð strax mjög vinsæl. Stöðin spilar fyrst og fremst smelli frá árunum 1990-2009 en stundum helstu slagarana frá árunum 1960-1989. Þú getur hlustað á FlashBack á FM rás 91,9 eða á vefsíðunni Spilarinn.
Í kjölfar vinsælda stöðvarinnar voru stofnaðar nokkrar aðrar FlashBack stöðvar en þær eru FlashBack 90’s, FlashBack 80’s, FlashBack 70’s og FlashBack 60’s. Þú getur aðeins hlustað á þær á netinu.
Retro
Retró spilar sígild lög sem flestir þekkja allan sólarhringinn, án truflunar. Retró er undirstöð K100.
Stöðin er á FM tíðni 89,5 á höfuðborgarsvæðinu og 101,9 á Akureyri. Þú getur einnig hlustað á vefsíðu Mbl.
FM Xtra
FM Xtra er útvarpsstöð í eigu 247 miðla sem spilar underground rafræna tónlist, sem sagt tónlist sem ekki allir þekkja. Stöðin naut mikilla vinsælda hjá unga fólkinu en það sama er sennilega ekki segja um eldri kynslóðir. FM Xtra hætti útsendingu í útvarp árið 2016, en hún var á FM tíðni 101,5 á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er stöðin enn í fullum gangi og núna getur þú hlustað á hana á netinu.
Gufan
Gufan er útvarpsstöð frá Vestmannaeyjum sem er bara í loftinu eina helgi á ári, en hún sendir út þjóðhátíð í beinni á ári hverju. Stöðin hóf útsendingar árið 1989 og hefur sent út hverja þjóðhátíð síðan. Útsendingar nást í eyjum og á Landeyjahöfn á rás 104,7. Einnig má hlusta á netinu.