Bárðarbunga er eldfjall sem hefur oft verið í fréttum hérlendis og erlendis vegna eldgoss og jarðhræringa. Jarðfræðingar og vísindamenn fylgjast grannt með eldstöðinni.

Eldgos 2014

Um miðjan ágúst 2014 hófst öflug skjálftahrina í öskju Bárðarbungu. Hundruðir skjálftar mældust á degi hverjum og sá stærsti mældist 5,7 stig á richterskalanum.

Þann 29. ágúst 2014 hófst lítið hraungos í Holuhrauni sem entist aðeins í fáar klukkustundir og var yfirstaðið samdægurs. Þetta var hinsvegar bara forréttur eldfjallsins því miklu stærra gos fylgdi stuttu síðar.

Snemma morguns þann 31. ágúst hófst mun öflugra gos í Bárðarbungu sem náði hámarki á fyrsta degi, en þá gaus upp úr rúmlega 1500 metra langri sprungu. Kvikustrókarnir voru um 150 metra háir, eða u.þ.b tvær Hallgrímskirjur, þegar sem mest lét.

Hraunið hafði flætt yfir 10 ferkílómetra þann 4. september.

Þann 7. október var blámóða yfir höfuðborginni og sólarlagið eldrautt.

Mikil brennisteinsdíoxíð mengun mældist á Höfn í Hornafirði þann 28. október vegna gossins, en hún var 29.000 míkrógrömm á hvern fermeter.

Gosinu lauk þann 27. febrúar 2015 og hafði þá staðið yfir í rétt tæpa sex mánuði.

Eldosið hafði ekki áhrif á flug með sama hætti og Eyjafjallajökull gerði árið 2011. Það er vegna þess að Eyjafjallajökull sleppti mikilli ösku upp í heiðhvolfið, en Bárðarbunga var hraungos.

Stöðug jarðvirkni

Bárðarbunga er oft í fréttum vegna jarðhræringa, en nokkrir stórir skjálftar hafa mælst undanfarin misseri.

Bárðarbunga virðist stanslaust skjálfa og hafa nánast mánaðarlega mælst skjálftar yfir 3 stig á richter undanfarin ár.

Stærsti skjálftinn frá goslokum mældist klukkan 15.05, þann 14. júni 2018 og var partur af skjálftahrinu. Sá mældist 4,9 á richterskalanum. Í sömu skjálftahrinu mældist einnig skjálfti upp á 4,1 stig, en hann var mældur klukkan 13.14.

Það verður áframhaldandi fylgst grannt með eldstöðinni, eins og hefur verið gert fram að þessu.

Jarðfræðingar telja ekki líklegt að annað gos sé á döfinni, en sú umræða kemur regluglega upp á yfirborðið.