Séð og heyrt
Séð og heyrt er íslenskt glanstímarit sem er útgefið á fimmtudögum. Fjallað er meðal annars um lífsstíl fræga fólksins á Íslandi og slúður af erlendum stjörnum. Tímaritið er gefið út af Birtíngur útgáfufélag ehf. Séð og heyrt var fyrst gefið út árið 1996 og hefur átt farsælan feril allar götur síðan.
Vikan
Vikan er tímarit sem er útgefið vikulega. Tímaritið fjallar um almenna hluti, þar á meðal eru fréttir af fólki og lífsstílsgreinar, alls kyns skoðanir og ýmislegt um heimilið. Núverandi útgefandi Vikunnar er Birtíngur útgáfufélag ehf. Vikan kom fyrst út árið 1938 og fyrirmynd þess var norska tímaritið Hjemmet.
Lifandi vísindi
Lifandi vísindi (en. Science illustrated) er norðurlanda tímarit sem fjallar um allar nýjustu uppgötvanir í heimi vísindanna. Tímaritið var fyrst gefið út í Danmörku, Noregi og Svíþjóð árið 1984 en kom töluvert seinna til Íslands. Tímaritið er gefið út á íslensku hérlendis og er prentað 14 sinnum á ári. Útgefandi þess er ELÍSA GUDRÚN EHF.
Sportveiðiblaðið
Sportveiðiblaðið er íslenskt tímarit um veiði og hefur verið gefið út í rúmlega 35 ár. Tímaritið fer víðan völl um málefni veiðimanna og inniheldur meðal annars viðtöl, fróðleik og fleira tengt veiði. Sportveiðiblaðið kemur út mánaðarlega og útgefandi þess er Kító ehf.
Heima er bezt
Heima er bezt er fjölbreytt íslenskt tímarit sem hefur verið gefið út síðan árið 1951. Tímaritið fjallar um fólk af öllu landinu, lífssögur þess, atvinnu, hugmyndir, siði þess og venjur. Í blaðinu má líka finna fróðleik af öllum toga. Blaðið er gefið út mánaðarlega og er núverandi útgefandi þess Heima er best útgáfa ehf.
Sumarhús og garðurinn
Sumarhús og garðurinn er íslenskt lífsstílstímarit sem fjallar um allt hvað verðar sumarbústaði og garðyrkju. Það er gefið út u.þ.b. 5 sinnum á ári. Tímaritið kom fyrst út árið 1993 og gekk þá undir nafninu „Sumarhúsið“. Árið 2002 var svo tímaritunum „Garðurinn“ og „Sumarhúsið“ smellt saman í eitt, en þaðan kemur núverandi nafn þess.