Fréttir:
RÚV.is
RÚV, eða ríkisútvarpið, er útvarps, sjónvarps, og netmiðill íslenska ríkisins. Á RÚV má finna helstu fréttir frá Íslandi sem og erlendis frá, streyma sjónvarpstöð RÚV í beinni og hlusta á útvarp í beinni, ásamt fleiru. RÚV hóf útvarpsútsendingar árið 1930, og sjónvarpsútsendingar árið 1966. RÚV var fyrsti fréttamiðillinn á Íslandi til að setja upp vefsíðu, en það var árið 1996.
Bændablaðið.is
Bændablaðið stendur undir nafni, en það er síða og fréttablað sem greinir frá nýjustu fréttum innan bænda bransans. Bændablaðið fjallar um innlend, sem og erlend málefni tengd búskap, markaði, nýjustu tækni og ýmislegt fleira.
Eyjar.net
Eyjar.net er fréttasíða vestmannaeyinga sem fjallar aðallega um málefni þaðan, sem og fróðleik og skemmtiefni frá öðrum stöðum.
Feykir.is
Feykir.is er fréttasíða norðurlands-vestra. Þar má finna fréttir, veðurspá, dagsskrá, menningu, íþróttir, hestasíðu, slúður, ljósmyndir, og fleira. Vefurinn fór í loftið árið 2008, en hefur verið héraðsfréttablað síðan 1981.
Hringbraut.is
Hringbraut.is er sjónvarps- og vefmiðill. Markmið þeirra er að efla innlendar ummræður af allskyns toga og bjóða upp á margs konar sjónarhorn á þeim.
Afþreying:
Bleikt.is
Bleikt er lífstílssíða sem höfðar til kvenfólks. Þar finnur þú allt um fjölskylduna, fræga fólkið, heilsuna, heimilið, lífið, matinn og útlitið. Á einhverjum tímapunkti varð bleikt partur af DV.is
Menn.is
Menn er síða í svipuðum stíl og Bleikt, nema að hún höfðar meira til karlmanna. Samkvæmt þeim er Menn.is stærsti afþreyingarvefur landsins, og hefur verið það frá því hann fór í loftið árið 2011. Á vefnum má finna alls kyns afþreyingu, húmor, hug og heilsu, lífið, íþróttir, bíla og græjur.
Maedur.com
Mæður.com er nýleg íslensk bloggsíða sem mæður geta komið saman og deilt ráðum, spurst fyrir, og talað saman um mömmuhlutverkið. Feður gætu líka lært sitthvað á þessari síðu.
Blogg.is
Blogg.is er vinsælasta bloggsíða landsins þar sem fólk skrifar meðal annars um pólitík, heilsu, og menningu.