Fréttablaðið
Fréttablaðið er dagblað gefið út af 365miðlar hf. Fréttablaðið er gefið út alla virka daga, en aðeins eitt blað um helgar. Fréttablaðið var stofnað árið 2001 og var fyrsta fríkeypis blað Íslands til að verða sent var heim að dyrum íbúa höfuðborgarsvæðisins. Í dag er fréttablaðinu dreift að dyrum á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og Suðurnesjum. En á öðrum stærri stöðum landsins er því dreift í sérstaka Fréttablaðs-kassa.
Morgunblaðið
Morgunblaðið er dagblað sem gefið er út af Árvakur hf. Morgunblaðið er gefið út alla daga, nema á sunnudögum. Blaðið var fyrst gefið út þann 2. nóvember árið 1913, og hefur verið gefið út af Árvakur hf. síðan 1924. Morgunblaðið hefur sætt gagnrýni vegna eins af núverandi ritstjóra þess, en það er fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, og fyrrum forsætisráðherra, Davíð Oddsson. Hann var ráðinn ritstjóri árið 2009.
DV
DV er tæknilega séð elsta dagblað landsins, en foreldrar þess eru Vísir og DB (Dagblaðið). Vísir var stofnað árið 1910 og lenti fljótt í harðri samkeppni við Morgunblaðið. Árið 1975 varð DB stofnað.
Árið 1981 voru svo Vísir og DB sameinuð í sama blaðið, DV. Þess má geta að DV eru skammstafanir Dagblaðsins og Vísis. DV varð gjaldþrota árið 2003 og breytt í vikublað þrem árum seinna. Árið þar á eftir varð DV aftur dagblað. Frjáls fjölmiðlun ehf. keypti útgáfurétt blaðsins árið 2017.
Bændablaðið
Bændablaðið er blað sem höfðar til bænda og manna á landsbyggðinni. Bændablaðið er gefið út annan hvern fimmtudag, eða alls 24 sinnum á ári. Hægt er að kaupa áskrift að bændablaðinu og fá það sent heim að dyrum og blaðið er helmingi ódýrara fyrir eldriborgara. Blaðið fjallar um allt í bændageiranum og því sem tengist landbúnað. Blaðið gefur af jafnaði út 34.000 eintök á ári, og er því dreift á bensínstöðvar og í sjoppur um alla landsbyggðina.
Eiðfaxi
Eiðfaxi er blað íslenskra hestamanna. Blaðið fjallar um hestamót, hesta, og aðra hluti tengda hestum. Eiðfaxi er með vefsíðu sem fær um 169 heimsóknir daglega.