Árið 2019 er áætlað að framlög ríkisins til lögreglunar verði 17 milljarðar króna. Styrkurinn hækkar því um 1,1 milljarða frá gildandi fjárlögum ef tekið er frá almennar launa- og verðlagsbreytingar, en þær nema um það bil 819 milljónum króna.
Stór hluti þessara peninga, eða um það bil 863 milljónir króna, fara í að mæta athugasemdum sem komu fram í Schegen-úttekt á Íslandi 2017 um landamæravörslu og til að samþætta hana við landamæravörslu annara Schegen ríkja.
Af þeirri upphæð fara 344 milljónir í styrkingu landamæravörslu lögreglustjórans á Suðurnesjum, með fjölgun um 26,3 stöður lögreglumanna, landamæravarða og stoðþjónustu.
83 milljónir króna fara í að koma af stað greiningarsviði þar sem áætlað er að sex lögreglumenn og sérfræðingar starfi. Munu þar fara fram samkeyrsla og mynstursgreiningar farþegaupplýsingalista.
Þá verður 76 milljónum króna varið í að efla landamæraeftirlit lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu og á Akureyri.
410 milljónir fara tímabundið í eflingu löggæslu vegna sífellt auknum straumi ferðamanna til landsins. Umferðareftirlit á vegum miðhálendis verður aukið, löggæsla á vinsælum ferðamanna stöðum aukin og fjölgað verður í útkallsliði lögreglu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær 88 milljónir sem verður varið í að efla baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og verður lögð sérstök áhersla á fíkniefnavandann; sölu, innflutning og útflutning á fíkniefnum.
Ríkislögreglustjóri fær 29 milljónir til að mæta athugasemdum peningaþvættisúrtektar frá FAFT á Íslandi. Stöðugildum ríkislögreglustjóra verður fjölgað um 2 til að mæta þessu.
Lögregla fær síðan 12 milljónir króna til að styrkja málsmeðferð kynferðisbrotamála, er það byggt á aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Það er til viðbótar varanlegra fjárheimilda sem veitt var til verkefnisins í fjárlögum árið 2018.
Auk þessara styrkja er gert ráð fyrir að áfram verði unnið að því að beturumbæta búnað lögreglunnar í landinu í samræmi við áherslur löggæsluáætlunar. Það sama á við um þróun upplýsingakerfis réttarkerfisins og rekjanlega mála þess.
Greint var frá þessu á Vísi þann 11. september, 2018.