Fjöldi fyrirspurna þingmanns vekja gagnrýni

Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnlaugsson, lagði fram 101 fyrirspurnir til alþingis síðasta vetur. Frá því hann settist á þing hefur hann lagt fram samtals 138 fyrirspurnir.

Fréttaveitan Stundin greinir frá þessu.

Þingmenn hafa gagnrýnt þetta og vilja meina að kostnaður við vinnslu fyrirspurnanna sé himinhá. Í mars lagði hópur þingmanna fram fyrispurn um að ríkisendurskoðandi geri skýrslu sem leiðir í ljós kostnað við vinnslu fyrirspurnanna. Skýrslubeiðnin var samþykkt en skýrslan er ekki enn tilbúin.

Sumar fyrirspurnir Björns hafa upplýst þjóðina um verklag alþingis og vakti mest athygli þegar hann spurðist út í aksturskostnað þingmanna, en þeir fá miklu hærri aksturskostnað endurgreiddan samanborið við þingmenn í öðrum norðurlöndum. Sem dæmi fékk Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, 4,7 milljónir endurgreiddar árið 2017 vegna aksturskostnaðar. Til samanburðar höfðu allir þingmenn samanlagt fengið 4,9 milljónir á fyrstu 7 mánuðum ársins.

Þá hefur hann líka spurt út í notkun ráðherrabíla, en slíkan bíl notaði forsætisráðherra seinustu kosningar til að mæta á fund vegna kosninganna. Var forsætisráðherra þá á fundinum sem frambjóðandi, sem tengist ekkert starfi hans sem forsætisráðherra. „Þegar ráðherrabíll er notaður til þess að hjálpa frambjóðanda að fara á kosningafund, hver borgar?“, sagði Björn.

Bjarni Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á þingi í maí að fyrirspurnir Björns væru komnar út í tóma þvælu. Hann gagnrýndi Björn fyrir að spyrjast út í fortíð þingsins; hverjir væru á þingi, hvaða nefndir, og afurðir þeirra. Bjarni spyr síðan hvort einhver í salnum sé sammála honum að fyirspurnir Björns séu komnar út í tóma þvælu.

Davíð Þorláksson, sjálfstæðismaður, skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem hann líkir Birni Leví Gunnlaugssyni við rassálf.

Illugi Jökulsson styður hins vegar Björn og segir hann á góðri leið að verða einhver nytsamasti þingmaður sem sest hefur á alþingi íslendinga. Með fyrirspurnum sínum geri hann meira gagn en margir aðrir þingmenn og að ekki sé skrýtið þótt hafin sé heljarinnar áróðursherferð kerfiskalla gegn Birni og fyrirspurnum hans.