Vísir
Vísir er íslenskur fréttamiðill sem var stofnaður árið 1998 og er í eigu 365. Á Vísi má finna helstu innlendu og erlendu fréttir, sportfréttir, veður og viðskiptavef. Á Vísi er líka hægt að hlusta á útvarpstöðvarnar Bylgjan, Létt Bylgjan, Gull Bylgjan, X-977, og FM957, sem eru einnig í eigu 365. Vísir er líka með fasteignavef, bloggsíður, og sjónvarpssíðu þar sem hægt er að horfa á valda dagskrárliði Stöðvar 2, einnig í eigu 365.
Mbl
Mbl var stofnað árið 1913 og er elsti fjölmiðill landsins. Á Mbl eru helstu innlendu og erlendu fréttir, veður, tækni og vísindi, og viðskiptafréttir. Þar má líka finna „200 mílur”, síðu sem inniheldur allar fréttir úr fiskiðnaðinum, fiskvinnslu og fleiru tengdu því sem gerist á hafi úti. Mbl er líka með síður sem aðstoða við atvinnuleit, fasteignavef, upplýsingar um andlát og fleira. Sumum þykir athugunarvert að einn núverandi ritstjóra Mbl sé Davíð Oddsson, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur og einnig fyrrum forsætisráðherra.
DV
DV var stofnað árið 1981 sem dagblað, vefsíðan fór í loftið 2007. Dv er í eigu Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. sem keypti úgáfuréttinn árið 2017. Á DV má finna allar helstu fréttir, lífstílsvef og menningu. Dv er með fjórar undirsíður sem margar hverjar voru sjálfstæðar áður fyrr; 433, Bleikt, Eyjan, og Pressan. 433 er fótboltamiðill og gefur út fréttir af fótbolta innlendis sem og erlendis. Bleikt er síða sem beinir sér að lífstíl kvenna. Eyjan er með allskyns fréttir og greinar og það sama gildir um Pressuna.
Kjarninn
Kjarninn, í eigu Kjarninn miðlar ehf, er töluvert minni og yngri en fyrrnefndir keppinautar sínir. Kjarninn var stofnaður í ágúst árið 2013 fyrir snjalltæki, en kom á vefinn árið 2014 til að ná til fleiri lesenda. Samkvæmt síðunni þeirra, leggja þau áherslu á að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og styðja fréttaflutning með vísun í staðreyndir. Þau skrifa ekki hvaða fréttir sem er, heldur einblína á þær sem skipta máli.