Draumurinn um heilsulind

Draumurinn um heilsulind

Sigrún Daðadóttir

Náttúrulækningafélag Akureyrar (NLFA) var stofnað í ágúst 1944 sem deild í Náttúrulækningafélagi Íslands. Frá upphafi var tilgangur félagsins að efla þekkingu á heilsusamlegum lifnaðarháttum, fræða og síðast en ekki síst vinna að því að koma upp heilsuhæli eins og það var þá nefnt.

Félagar NLFA áttu sér snemma þann draum að stofna heilsulind á Norðurlandi. Með mikilli eljusemi og ómældri vinnu félagsmanna og miklum stuðningi einstaklinga félagasamtaka og fyrirtækja tókst að reisa glæsilegt hús á fallegum stað í Kjarnaskógi. Stjórnvöld höfðu gefið loforð um þjónustusamning, en þegar til kastanna kom voru þau loforð svikin og húsið var selt.

Söluandvirðið var að mestu notað til byggingar baðhúss í Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði (HNLFÍ). Baðhúsið er flaggskip stofnunarinnar og gegnir mjög mikilvægu hlutverki í því starfi sem fram fer á Heilsustofnun.

Stór hluti dvalargesta HNLFÍ kemur af Norðurlandi, þar sem þeir njóta endurhæfingar og koma til baka endurnærðir og hæfari til að takast á við daglegt amstur.

Á fjárlögum fyrir árið 2014 er lagt til að Heilsustofnun taki ein á sig allan niðurskurð sambærilegra stofnana. Gangi það eftir blasir við mikill samdráttur og skert þjónusta við dvalargesti.

Á næsta ári fagnar NLFA 70 ára afmæli sínu. Allan þann tíma hefur félagið unnið ötullega að því að félagsmenn og aðrir geti átt kost á meðferð og endurhæfingu í anda náttúrlækningastefnunnar.

Draumurinn um heilsulind í Kjarnaskógi varð ekki að veruleika vegna vanefnda ríkisvaldsins. Nú er enn og aftur reitt til höggs með því að leggja til í frumvarpi til fjárlaga 2014 að fjármagn til HNLFÍ vegna þjónustusamninga verði skorið verulega niður. Það eru kaldar kveðjur á afmælisári.

Sigrún Daðadóttir

Benedikt Sigurðarson

Lækkum iðgjöld í lífeyrissjóð – bætum kjör án kostnaðarhækkana og verðbólgu

Frá Hruni hefur verulegur fjöldi fólks glímt við versnandi kjör, lægri laun og atvinnuleysi en umfram allt hefur greiðslubyrði af húsnæði - bæði lán og leiga - rokið upp fyrir velsæmismörkin. Hækkun ... Lesa »

Ekki prófkjör hjá Samfylkingu

Á félagsfundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gær, 21. nóvember, var samþykkt að kosin yrði uppstillingarnefnd til að velja frambjóðendur á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir ... Lesa »

STAFRÓFIÐ eftir Hlyn Hallsson

Út er komið hjá Flóru og forlagi höfundanna bókverkið „Stafrófið - Das Alphabet (IS) - The Alphabet (IS)” eftir Hlyn Hallsson. Hlynur hefur áður gefið út nokkrar bækur og bókverk og þar má nefna ... Lesa »

Einlægur á Alþingi

Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, lét mikið að sér kveða þegar hann sór trúnaðareið og settist í fyrsta skipti inn á Alþingi í vikunni. Hann var ekki ... Lesa »

Fimm nýir heiðursfélagar Leikfélags Akureyrar

Á aðalfundi Leikfélags Akureyrar í gærkvöldi voru fimm listamenn gerðir að heiðursfélögum. Það eru þau Aðalsteinn Bergdal, Arnar Jónsson, Gestur Einar Jónasson, Saga Geirdal Jónsdóttir og Þórhildur ... Lesa »

Mikið agaleysi í umferðinni

„Ég rek mig á þetta á morgnana að fólk er ómerkt alveg í hrönnum. Hvar eru endurskinsmerkin?“ Spyr Haraldur Ævarsson atvinnubílstjóri. Í frétt blaðsins í síðustu viku kom fram gagnrýni á ... Lesa »

Cuba libre á Örkinni hans Nóa

Jazzklúbbur Akureyrar hefur legið í láginni undanfarin misseri en var í haust endurreistur og stendur fyrir tónleikum hljómsveitarinnar Cuba Libre í kvöld, föstudagskvöld. Hljómsveitin, sem hefur ... Lesa »

Vanti skilning á mikilvægi ferðaþjónustu

Ferðaþjónusta á hafnarsvæðinu við Dalvík hefur verið afgangsstærð að sögn Freys Antonssonar framkvæmdastjóra og eiganda hvalaskoðunarfyrirtækisins Arctic Sea Tours. Hann segir hvalaskoðun ... Lesa »

Samtök atvinnulífsins sökuð um sögufölsun og hræðsluáróður

Stéttafélögin Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness fordæma harðlega auglýsingaherferð Samtaka atvinnulífsins sem þau segja vera ósmekklega og miða að því að gera lítið úr kröfum verkafólks um hækkun ... Lesa »

Silja Björk

Kynfræðsla 101

Ég man eftir vandræðalegasta grunnskólatíma lífs míns. Fimmti bekkur, náttúrufræðistofan og dönsk heimildarmynd um versta tilfinningarússíbana ævi okkar allra - kynþroskaskeiðið. Skilaboðin voru skýr ... Lesa »

Svar við Opnu bréfi til bæjarstjóra

Friðleifur Ingi Brynjarsson skrifar Opið bréf til bæjarstjóra 14. nóvember sl. og birtir í Akureyri vikublaði. Hann hefur ákveðið að bera upp opinberlega tvær spurningar til mín sem æðsta yfirmanns ... Lesa »

Samherji svarar ekki fyrirspurn

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur ekki svarað fyrirspurn frá Akureyri vikublaði um hvort honum finnist réttlætanlegt að ríkið verði jafnvel af 100 milljörðum króna vegna gjafa á ... Lesa »

Enginn skandall

Annað slagið heyrast raddir utan úr þjóðfélaginu um mikilvægi þess að efla verkmenntun. Slíkur góðvilji er okkur sem vinnum að þessum málaflokki kærkominn en oftar en ekki er slegið um af vanþekkingu. ... Lesa »

Saga Kaffi Bjarkar

Vorið 2011 ákvað Akureyrarbær að bjóða út rekstur kaffihúss í Lystigarðinum. Umsóknir voru undir nafnleynd og bárust alls fjögur tilboð í reksturinn. Tilboði frá einkahlutafélagi í eigu okkar ... Lesa »

Lífið um helgina

Starfsfólk Akureyrarstofu heldur utan um viðburði sem fram fara á Akureyri. Hér má sjá lista yfir viðburði helgarinnar sem birtur er með góðfúslegu leyfi Akureyrarstofu. Listinn er birtur með ... Lesa »

Akureyrsk ungstjarna

Akureyrsk stúlka í 6. bekk, Eik Haraldsdóttir, hampaði í síðustu viku sigurlaunum í Lundarskóla þegar Gunnar Helgason leikari tilkynnti henni fyrir framan starfsfólk og nemendur að hún hefði sigrað í ... Lesa »

Óvíst er um örlög þessarar rjúpu því myndin var tekin áður en veiðitímabilið hófst

Veiddi sami maðurinn 190 rjúpur á tveimur helgum?

Þótt verulegar takmarkanir hafi verið á fjölda veiðidaga á rjúpu í vetur segja veiðimenn að veiðin hafi gengið vel. Má því fullyrða að rjúpur verði víða á jólaborðum í ár. Í eina tíð þóttu rjúpur ... Lesa »

Þetta er alveg frábært

„Aðstæður verða mjög góðar þegar við opnum skíðasvæðið á morgun, föstudag. Það er búið að snjóa töluvert og það hefur verið kalt síðustu daga. Miðað við árstíma er þetta alveg frábært,“ segir ... Lesa »

Stjórnum því miður ekki veðrinu

Rekstraraðilar Kaffihússins Bjarkar hafa borið því við að óheppilegt tíðarfar og ónógur snjómokstur hjá Akureyrarbæ í Lystigarðinum hafi átt þátt í að svo fór sem fór varðandi rekstur kaffihússins ... Lesa »

Saka bæinn um trúnaðarbrest

Njáll Trausti Friðbertsson og Sigurður Guðmundsson, rekstraraðilar kaffihússins í Lystigarðinum, segja í aðsendri grein í blaði vikunnar að þegar tilboð til byggingaraðila voru opnuð í desember árið ... Lesa »

Björn Þorláksson

Að láta börn deyja

„Af hverju láta Íslendingar það gerast að börn deyi úr hungri?“ Þannig spurði fimm ára gamalt barn á Akureyri í vikunni. Rétt og siðleg spurning. Auður heimsins er miklu meiri en svo að nokkurt ... Lesa »

Hársnyrti- og listnemar VMA sýna afraksturinn

Það er mikið um að vera í VMA þessa dagana en á morgun, fimmtudag, kl. 17:30 fer útskriftarsýning hársnyrtinema fram á Glerártorgi og um helgina sýna nemendur listnámsbrautar lokaverkefni sín í ... Lesa »

Sockface spilar á Akureyri Backpackers

Bjarney Anna Jóhannesdóttir, nemandi á listnámsbraut VMA, verður með tónleika á Akureyri Backpackers við Hafnarstræti í kvöld kl. 20.30. Bjarney Anna notar listamannsnafnið Sockface og spilar og ... Lesa »

Ungir kvikmyndagerðamenn frá Akureyri unnu til verðlauna í Noregi

Þrír ungir kvikmyndgerðarmenn frá Akureyri unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Laterna Magica sem fór fram í Vesterålen í Noregi. Þeir Þorsteinn Kristjánsson, Úlfur Logason og Kristján Blær ... Lesa »

Ekki barnið mitt?

Á morgun, fimmtudaginn 21. nóvember frá kl. 17-19, verður haldið í Menningarhúsinu Hofi málþing fyrir alla sem koma að uppeldi barna og unglinga. Yfirskrift málþingsins er "Tölum saman". Spurt er ... Lesa »

Skoða meira