Lopapeysan subbuð út

Lopapeysan subbuð út

Heimatilbúnar þingeyskar lopapeysur á Goðafossmarkaði.

Handverkskonur milli heiða, þingeyskur félagsskapur sem hefur síðastliðin 20 ár selt heimatilbúnar afurðir á markaði á Fosshóli við Goðafoss, fordæma harðlega þá þróun sem orðið hefur í minjagripasölu hér á landi. Í yfirlýsingu sem þær sendu Akureyri vikublaði segir að á síðustu árum hafi færst í vöxt að íslenskir minjagripir séu framleiddir erlendis. „Ýmiskonar dót skartar íslenska þjóðfánanum eða myndum af okkar helstu náttúruperlum, vandlega merkt Kína eða Taiwan. Við því er víst lítið að segja en leiðinlegt samt að þetta skuli vera það helsta sem Íslendingum dettur hug að bjóða erlendum gestum okkar. En nú tekur steininn úr þegar íslenska lopapeysan er dregin niður í gróðasvaðið og subbuð út með þessum hætti. Drottningin okkar lopapeysan er flutt inn til Íslands. Er ekki fokið í flest skjól þegar fjársterkir aðilir eru farnir að flytja út íslenska lopann alla leið til Kína þar sem að prjónaðar eru úr honum peysur, þær síðan sendar aftur til Íslands og seldar erlendum ferðamönnum sem íslenskar lopapeysur,“ segir í vafningalausri yfirlýsingu handverkshópsins.

Hópurinn tekur fram að með þessu sé ekki verið að beina spjótum að kínverskum prjónakonum, enda séu þær sennilega ekki öfundsverðar af launum sínum. „En hér á landi er fólk sem vildi gjarnan hafa atvinnu af því að prjóna fyrir þessi fyrirtæki en þá sennilega á heldur hærri töxtum. Íslenska lopapeysan hefur lengi verið burðarásinn í sölu okkar smærri aðilanna, það hefur orðið vakning í prjónaskap og margir haft töluverðar tekjur af því þjóðlega handverki, að prjóna. Ef við eigum að standa í samkeppni við kínverskar prjónakonur er nokkuð ljóst hvernig rekstur okkar fyrirtækja fer.“

Handsverkskonur segjast gera sér grein fyrir að salan á kínverskum lopapeysum hér sé lögleg en siðlaus. „Víða um land eru rekin lítil handverksgallerí, við teljum að fólk sem rekur þau séu sama sinnis og við köllum eftir viðbrögðum þeirra,“ segir í yfirlýsingu handverkshópsins.

 

Meiri umferð í júní

Umferðin á Hringveginum í júní jókst um 2,6 prósent frá sama mánuði í fyrra og á vef Vegagerðarinnar kemur fram að þetta þyki töluvert mikil aukning á milli mánaða. Þar kemur ... Lesa »

Tapað-Fundið

Tapað-fundið síða fyrir Akureyri stofnuð

Martha E. Laxdal hefur nú búið til Facebook síðu þar sem hægt er að auglýsa tapað/fundið á Akureyri. „Ég hef svo oft lent í því að finna ýmislegt sem ekki er merkt og oft hefur ... Lesa »

Dylanguðþjónusta í Svalbarðskirkju

Dylanguðsþjónusta verður í Svalbarðskirkju sunnudagskvöldið 7. júlí kl. 20.30. Um er að ræða guðsþjónustu þar sem tónlist eftir Bob Dylan verður leikin. Fjallað verður um þennan ... Lesa »

Pollamótið fer fram um næstu helgi

Pollamót Þórs og Icelandair fer fram um næstkomandi helgi en þetta er í 26. sinn sem mótið er haldið. Keppt verður í þremur flokkum karla, Polladeild, Lávarðadeild og Öldungadeild. ... Lesa »

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst á morgun

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður sett á morgun, 3. júlí og stendur fram á sunnudaginn 7. júlí. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Gunnsteinn Ólafsson. Hátíðin verður ... Lesa »

Heimboð til söðlasmiðsins

Á þriðjudagskvöldum á Kaffi Ilm í Skátagilinu er hægt að fræðast um sögu Akureyrar á nýstárlegan hátt en þau Svava Björk Ólafsdóttir og Bjarni Þór Bragason hafa sett upp sýningu ... Lesa »

Silja Dögg ráðin til LA

Silja Dögg Baldursdóttir hefur verið ráðin til Leikfélags Akureyrar sem miðasölustjóri og í önnur skrifstofustörf frá og með 1. ágúst næst komandi. Silja Dögg er menntaður ... Lesa »

KA menn á N1 mótinu 2012

7000 gestir á Akureyri vegna N1 mótsins

Stærsta knattspyrnumót ársins, N1 mótið, hefst á Akureyri á morgun. Á bilinu 150-160 lið taka þátt og leika á tólf völlum á KA svæðinu. Liðin koma alls staðar að af landinu en á ... Lesa »

Aldeyjarfoss

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar á móti virkjun í Skjálfandafljóti

Landvernd hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er ítrekun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um að sveitarfélagið sé á móti hugmyndum um virkjun í Skjálfandafljóti eins og fram kom ... Lesa »

Þorsteinn "Stony" Baldvinsson

Akureyrskur trommuleikari í alþjóðlegri keppni

Þorsteinn Baldvinsson, 19 ára trommari frá Akureyri, komst að því sér til undrunar að útgáfa hans af laginu Can´t hold us með Maclemore hafði verið tekin inn í keppni sem ... Lesa »

Uppdráttur af Háskólasvæðinu

Hundasvæði við Háskólann á Akureyri

Á fundi skipulagsnefndar Akureyrarbæjar í síðustu viku var samþykkt að hluti svæðisins norðan Borga við Norðurslóð verði gert að tímabundnu afgirtu hundasvæði. Forsvarsmenn ... Lesa »

Heitasti júní í 60 ár

Óvenjuhlýtt var á Akureyri í júnímánuði en meðalhitastig var 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í júní síðan 1953, eða í 60 ár. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu ... Lesa »

Gönguvika á Dalvík

Um helgina hófst gönguvika á Dalvík en það er Ferðafélag Svardæla í samvinnu við Kristján Hjartarson sem stendur fyrir henni og hefur gert undanfarin sumur. Um helgina var gengið í ... Lesa »

Ert þú að vinna í ferðaþjónustu?

Eining-Iðja hefur kynnt áhersluatriði úr kjarasamningi þeirra sem vinna á veitingastöðum, hótelum, gistiheimilum eða í annarri ferðaþjónustu. Er fólk hvatt til að hafa samband við ... Lesa »

Háskólakórinn í Glerárkirkju

Kór Háskóla Íslands í Reykjavík, eða Háskólakórinn, heimasótti höfuðstað Norðurlands, Akureyri, 1. júní síðastliðinn og efndi til tónleika í Glerárkirkju. Það hús er nokkuð ... Lesa »

Sumar og sól hjá ÁLFkonunum

Á morgun, sunnudaginn 30. júní, kl. 14 opnar ljósmyndaklúbburinn ÁLFkonur sýningu í Lystigarðinum. Sýningin fer fram undir berum himni við kaffihúsið Björk og yfirskriftin er Sumar og ... Lesa »

Lesum meira

Lestur fer minnkandi í daglegu lífi unglinga nú til dags og er það miður. Unglingar hafa ekki mikinn áhuga á að lesa og vilja mikið frekar vera í tölvunni og hanga niðrí bæ með vinum ... Lesa »

Heyrst hefur

Heyrst hefur…

Heyrst hefur að listagúru Íslands, sjálfur Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor Listaháskólans, eða Goddur eins og hann kallar sjálfan sig, hafi hreinlega verið í skýjunum við opnun ... Lesa »

Eftirhermuskemmdarverk unnin á Öræfum

Á stóran stein vestan megin við Svínafellsjökul á Öræfum hefur verið spreyjað orðið „rock“ eða grjót. Frá þessu segir á vef mbl.is. „Steinninn er mjög stór og áberandi ... Lesa »

Leiðsögn um sýningar Öllu

Á morgun, sunnudaginn 30. júní, ætlar Alla - Aðalheiður Eysteinsdóttir - að ganga með gestum um sýningarnar tíu sem hún opnaði í Listagilinu á Akureyri sl. laugardag í tilefni af ... Lesa »

Leggjum Blöndulínu 3 til að tryggja Reyðaráli orku

Samkvæmt raforkulögum (65/2003) ber Landsneti einu fyrirtækja á Íslandi að annast flutning raforku um landið og hefur eitt heimild til að reisa ný flutningsvirki. Þannig er það á ábyrgð ... Lesa »

Erfitt að komast á samning

Íris Hrund Stefánsdóttir skrifaði í gær grein sem birtist á hun.is þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulag við kennslu í hársnyrtiiðn vegna þess hversu erfitt sé að komast á samning í ... Lesa »

Sigurður Guðmundsson

Hið opinbera fái sama svigrúm til hagræðinga og einkageirinn

Sigurður Guðmundsson, kaupmaður og bæjarfulltrúi, er maður með skoðanir. Hann er í hópi þeirra sem telja að embættismannakerfi Akureyrarbæjar sé ekki nógu skilvirkt, hann hefur sagt ... Lesa »

1016129_10151659485861950_775053209_n

Myndbandið við Aheybaró frumsýnt

Glænýtt myndband við sumarsmellinn Aheybaró með Kött Grá Pje var frumsýnt á Kaffi Amor kl. 18 í dag. Það var Þórgnýr Inguson sem leikstýrði myndbandinu og skrifaði einnig handritið ... Lesa »

Einar Ingimundarson hættir hjá Íslenskum verðbréfum

Einar Ingimundarson hefur sagt starfi sínu hjá Íslenskum verðbréfum lausu en mun gegna starfi framkvæmdastjóra áfram þar til gengið hefur verið frá kaupum MP banka á Íslenskum ... Lesa »

Skoða meira