Vændi á Akureyri til skoðunar

konur söluvaraLögreglan á Akureyri er með til skoðunar hvort skipulegt vændi fari fram í húsi í bænum. Ábendingar hafa borist um þetta bæði til lögreglu og einnig til ritstjórnar Akureyrar vikublaðs.

Samkvæmt heimildarmönnum sem hafa sett sig í samband við blaðið hafa undanfarið allt að fjórar konur norðan Glerár selt líkama sínu í einu og sama húsinu. Annað hvort hafi þær sjálfar eða melludólgur þeim tengdur tekjur af kynlífsstarfsemi en slíkt er refsivert samkvæmt íslenskum lögum. Einnig er refsivert skv. íslenskum lögum að sænskri fyrirmynd að kaupa vændisþjónustu. Einn heimildarmanna blaðsins segir að ekki sé um konur af erlendu bergi brotnar. Heldur hann því fram að starfsemin eigi sér stað í iðnaðarhverfi. Önnur heimild segir að ýmis „þjónusta“ sé í boði en hún kosti sitt.

Orðrómur hefur áður komið upp um svipuð mál en samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur athugun sjaldnast eða aldrei leitt til ákæru. Töluverð umræða blossaði reglulega upp um meint vændi á Akureyri í tengslum við nektarstaði þegar þeir voru og hétu en lítið hefur borið á umræðu um meint vændi í bænum í seinni tíð.

Gunnar Jóhannesson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu á Akureyri, staðfesti að málið væri til skoðunar. Annríki hefur verið hjá Akureyrarlögreglu vegna kynferðisbrota undanfarið en flest lúta þau að misnotkun.

magnus hlynur

Magnús Hlynur lærir sitt fag

Magnús Hlynur Hreiðarsson , fréttamaðurinn kunni á Stöð 2, er sestur á skólabekk. Eftir 20 ár í bransanum hefur hann ákveðið að læra sitt fag; ... Lesa »

typpabuxur2

Sjóðheitar typpabuxur

Sala á lopapeysum hefur verið léleg hjá handverksfólki í Öxarfirði þetta sumarið. Aðra sögu er þó að segja um flík sem löguð er að líkamsbyggingu ... Lesa »

SONY DSC

Sigling færð nær sjónum

Í morgun var útilistaverkið Sigling eftir Jón Gunnar Árnason fært af horni Glerárgötu og Kaupvangsstrætis yfir í fjöruna við Pollinn á Akureyri, nánar ... Lesa »

HIldur

Á kirkjan að skammast sín?

Aldrei hefði mig grunað þegar ég lauk guðfræðiprófi fyrir um áratug síðan með kandidatsritgerð um samskipti Jesú við samversku konuna sem hann leysti ... Lesa »

apple

Fær barnið þitt heilan eða hálfan ávöxt?

Nú þegar grunnskólar landsins eru við það að hefjast hafa kennarar og starfsfólk skólanna verið í óðaönn að undirbúa komandi skólaár. Partur af ... Lesa »

ak_gaza_mynd

Frá Akureyri til Gaza

Á morgun, miðvikudaginn 20. ágúst, verða haldir samstöðu- og styrktartónleikar fyrir íbúa Gaza svæðisins þar sem fram koma fjórar eyfirskar ... Lesa »

Styrkþegar ásamt verkefnastjórjum Akureyrarvöku og útibússtjóra Landsbankans

Ljóðapöntun og fleiri viðburðir hlutu styrk frá Landsbankanum

Landsbankinn hefur úthlutað styrkjum til tíu verkefna og viðburða á Akureyrarvöku en samtals voru veittar 400 þúsund krónur til verkefnanna. ... Lesa »

1495349_804165416300787_640699230648819069_o

Frábær árangur UFA síðastliðna helgi (Myndasyrpa)

Dagana 16. og 17. ágúst var Meistaramót Íslands í aldursflokkunum 11-14 ára haldið á Þórsvellinum á Akureyri.  UFA sigraði í heildarstigakeppninni sem ... Lesa »

aaaakv

Útivistarperla í innbænum

Á undanförnum dögum hafa starfsmenn á vegum Akureyrarbæjar unnið hörðum höndum við að klára göngu og útivistarstíginn meðfram drottningarbraut. Nú ... Lesa »

vaðlar

Merkingum breytt á upplýsingaskilti

Ekki virðast allir vera á eitt sáttir með merkingar á skiltunum við Hjartastíginn svokallaða. Einhver hefur tekið sig til og límt yfir Leiran og ... Lesa »

ulfarne

Gríðarstór samnorræn hátíð haldin á Akureyri

20. – 23. ágúst næstkomandi verður haldin norræn þjóðlistahátíð og ráðstefna á Akureyri sem hefur yfirskriftina Erfðir til framtíðar (Tradition for ... Lesa »

inga hrönn

Með uppistand í Washington – myndband

  Fór út fyrir kassann Inga Hrönn Kristjánsdóttir er 38 ára Akureyringur, viðskiptafræðingur og þriggja barna móðir. Hún hefur undanfarin ... Lesa »

Scarlett í hlutverki Lucy

Lucy (Kvikmyndarýni)

Péur Heiðar skrifar um Lucy. Í Lucy finnuru hefndina, ofurhetjuna, eiturlyfjasmyglhringinn, asíska bardagalist, vísindaskáldskap, húmor, tímaflakk, ... Lesa »

IMG_7917

Samhjól á Akureyri í roki og rigningu

Hjólreiðafélag Akureyrar hélt í samtarfi við Jötunvélar, umboðsaðila TREK á norðurlandi Samhjól. „Hjá okkur gengur Samhjól útá að fyrirtæki bjóða ... Lesa »

Close
Please support the site
Fylgstu með okkur á facebook líka!