Vændi á Akureyri til skoðunar

konur söluvaraLögreglan á Akureyri er með til skoðunar hvort skipulegt vændi fari fram í húsi í bænum. Ábendingar hafa borist um þetta bæði til lögreglu og einnig til ritstjórnar Akureyrar vikublaðs.

Samkvæmt heimildarmönnum sem hafa sett sig í samband við blaðið hafa undanfarið allt að fjórar konur norðan Glerár selt líkama sínu í einu og sama húsinu. Annað hvort hafi þær sjálfar eða melludólgur þeim tengdur tekjur af kynlífsstarfsemi en slíkt er refsivert samkvæmt íslenskum lögum. Einnig er refsivert skv. íslenskum lögum að sænskri fyrirmynd að kaupa vændisþjónustu. Einn heimildarmanna blaðsins segir að ekki sé um konur af erlendu bergi brotnar. Heldur hann því fram að starfsemin eigi sér stað í iðnaðarhverfi. Önnur heimild segir að ýmis „þjónusta“ sé í boði en hún kosti sitt.

Orðrómur hefur áður komið upp um svipuð mál en samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur athugun sjaldnast eða aldrei leitt til ákæru. Töluverð umræða blossaði reglulega upp um meint vændi á Akureyri í tengslum við nektarstaði þegar þeir voru og hétu en lítið hefur borið á umræðu um meint vændi í bænum í seinni tíð.

Gunnar Jóhannesson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu á Akureyri, staðfesti að málið væri til skoðunar. Annríki hefur verið hjá Akureyrarlögreglu vegna kynferðisbrota undanfarið en flest lúta þau að misnotkun.

Hundurinn Leó sem saknað er eftir áreksturinn í dag

Árekstur á Eyjafjarðarbraut

Árekstur varð á gatnamótum rétt hjá Leirubrúnni við Eyjafjarðarbraut eystri í dag. Tveir fólksbílar skullu saman og valt annar þeirra á hliðina. Einn ... Lesa »

Viðurkenningahafarnir 2014

Vorkoman í Ketilhúsi

Margt var um manninn í Ketilhúsinu þegar hin árlega Vorkoma Akureyrarstofu var haldin hátíðleg í dag og veitt voru verðlaun og ... Lesa »

Fjallganga í Glerárdal. Mynd af vef Akureyrarbæjar.

Glerárdalsvirkjun

Á fundi skipulagsnefndar þann 16. apríl síðastliðinn var deiliskipulag virkjunar á Glerárdal rætt. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun ... Lesa »

Aflið býður til málþings. Mynd úr safni.

Málþing í Hafnarvitanum

Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, býður til málþings á morgun, föstudaginn 25. apríl, kl. 16 í Hafnarvitanum. Meðal ... Lesa »

Heilsugæslan á Akureyri. Mynd úr safni.

Verkfall ljósmæðra á Akureyri

Ljósmæður sem starfa á Heilsugæslustöðinni á Akureyri hafa nú boðað til verkfalls 5. maí næstkomandi. Svokallaðar TV-einingar hafa komið í stað ... Lesa »

Gilið. Daníel Starrason.

Flughræðsla í Listagili

Á morgun, laugardaginn 26. apríl, opnar þýski myndlistarmaðurinn Klaus Pfeiffer sýningu sína „The Fear of Flying“ í Mjólkurbúðinni í listagilinu. Þar ... Lesa »

trollaskagi

Fjallabyggð í sókn

Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og Ferðatröll, sem er félag um ferðamál og ferðaþjónustu á Tröllaskaga, hafa ákveðið að hefja samstarf með það að markmiði ... Lesa »

Í Hlíðarfjalli. Mynd: Auðunn Níelsson

Opið allan sólarhringinn í Hlíðarfjalli

Ákveðið hefur verið að framlengja skíðaveturinn í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar en þar eru nú einstakar aðstæður til skíðaiðkunar, nægur snjór, gott ... Lesa »

Viðræður eru hafnar. Mynd úr safni.

Menningarkraftar sameinaðir

Vinnuhópur undirbýr nú mögulegan samrekstur Leikfélags Akureyrar, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarhússins Hofs. Markmiðið er að efla ... Lesa »

Úlfynjurnar.

Góðsamar Úlfynjur

Í byrjun apríl stofnaði kvenbifhjólaklúbburinn Úlfynjur MC síðu á samfélagsmiðlum þar sem ýmis varningur er til sölu. Þar má finna „Segðu frá“ ... Lesa »

Frá sumarkaffi Ylfu 2013. Mynd af síðu félagsins.

Ylfa býður til kaffisamsætis

Á morgun stendur Lionsklúbburinn Ylfa fyrir kökuhlaðborði í tilefni sumarkomu í Skipagötu 14, 4. hæð. „Þetta er í annað skipti sem við skipuleggjum ... Lesa »

Pétur Eggerz í hlutverki sínu sem Jón

Eldklerkurinn

Leiksýning um séra Jóna Steingrímsson verður sýnd í menningarhúsinu Hlöðunni, Litla-Garði sunnudaginn 27. apríl kl. 20.30. Um er að ræða einleik í ... Lesa »

Mynd af vef félagsins.

Kjölur semur

Stéttarfélagið Kjölur hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn var samþykktur með 65% greiddra atkvæða. Kjörsókn var 73% og fóru ... Lesa »

Akureyri. Mynd: Daníel Starrason

Sumarfögnuður

Á morgun halda mörg félög og félagasamtök sumardaginn fyrsta hátíðlegan og hafa ýmist skipulagt kaffi, tónleika eða skrúðgöngur. Kl. 10.30 munu ... Lesa »

Close
Please support the site
Fylgstu með okkur á facebook líka!