Vændi á Akureyri til skoðunar

konur söluvaraLögreglan á Akureyri er með til skoðunar hvort skipulegt vændi fari fram í húsi í bænum. Ábendingar hafa borist um þetta bæði til lögreglu og einnig til ritstjórnar Akureyrar vikublaðs.

Samkvæmt heimildarmönnum sem hafa sett sig í samband við blaðið hafa undanfarið allt að fjórar konur norðan Glerár selt líkama sínu í einu og sama húsinu. Annað hvort hafi þær sjálfar eða melludólgur þeim tengdur tekjur af kynlífsstarfsemi en slíkt er refsivert samkvæmt íslenskum lögum. Einnig er refsivert skv. íslenskum lögum að sænskri fyrirmynd að kaupa vændisþjónustu. Einn heimildarmanna blaðsins segir að ekki sé um konur af erlendu bergi brotnar. Heldur hann því fram að starfsemin eigi sér stað í iðnaðarhverfi. Önnur heimild segir að ýmis „þjónusta“ sé í boði en hún kosti sitt.

Orðrómur hefur áður komið upp um svipuð mál en samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur athugun sjaldnast eða aldrei leitt til ákæru. Töluverð umræða blossaði reglulega upp um meint vændi á Akureyri í tengslum við nektarstaði þegar þeir voru og hétu en lítið hefur borið á umræðu um meint vændi í bænum í seinni tíð.

Gunnar Jóhannesson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu á Akureyri, staðfesti að málið væri til skoðunar. Annríki hefur verið hjá Akureyrarlögreglu vegna kynferðisbrota undanfarið en flest lúta þau að misnotkun.

Karl Eskil einbeittur við skrif

Passaði mig á að fara ekki í fýlu

Karl Eskil Pálsson hættir sem ritstjóri Vikudags og hefur ráðið sig til fréttastofu RÚV að loknum sveitarstjórnarkosningum. Karli Eskil var sagt upp í ... Lesa »

Michael Clarke skrifar

Taxes

Iceland is known to be a high-tax country. It follows the Scandinavian model so envied by many other European countries where high standards of health ... Lesa »

Edward H. Huijbens, Vinstri græn

Vald yfir velferð

Árið 2007 kom fram í stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að stefna bæri að „fjölbreyttari rekstrarformum“ í heilbrigðisþjónustu. Þessi ... Lesa »

Þelamörk. Mynd úr safni.

Hörgárbyggð braut lög

Innanríkisráðuneytið hefur veitt álit í máli sem forsvarsmaður fyrirtækisins FAB Travel ehf. kom á framfæri við ráðuneytið vegna málsmeðferðar ... Lesa »

Geothermal energy, #10

Krítísk mengun í 4 km fjarlægð

Í erindi sem Ágústa Helgadóttir líffræðingur flutti í síðustu viku um mengun í grennd við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun kom fram að ... Lesa »

páskaegg

75 egg söfnuðust

Páskaeggjasöfnuninni, sem greint var frá fyrr í þessari viku, lauk á þriðjudaginn og fóru úthlutanir fram í gær með aðstoð Mæðrastyrksnefndar og ... Lesa »

listhús

Listastyrkur Fjallabyggðar

Listhúsið í Fjallabyggð óskar eftir umsóknum um svokallaðan Skammdegi AIR styrk. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl. Fullur styrkur veitir ... Lesa »

Lof og last vikunnar

Lof og last vikunnar

Last fá þeir sem véla svo um að hárgreiðslustofa fyrir eldri borgara í Víðilundinum á Akureyri sé að hrökklast burt. Svo mælir kona sem hafði samband ... Lesa »

Skemmdir eftir íkveikju. Svavar Alfreð Jónsson.

Íkveikja við Akureyrarkirkju

Útidyrahurð Akureyrarkirkju er talsvert skemmd eftir íkveikju sem varð um klukkan fimm í nótt. Dyrnar höfðu verið úðaðar með eldfimum vökva og ... Lesa »

skóli

Fækkun skólabarna nálgast 75%

Fækkun skólabarna í Skútustaðahreppi er íbúum áhyggjuefni. 34 nemendur eru nú í Reykjahlíðarskóla en sex útskrifast í vor. Að óbreyttu verða engir ... Lesa »

UMSE. Mynd af síðu sambandsins.

UMSE auglýsir eftir umsóknum

Ungmennasamband Eyjafjarðar auglýsir nú á heimasíðu sinni eftir umsóknum í Landsmótssjóð UMSE 2009 en fyrri úthlutun úr honum fer fram 1. júní ... Lesa »

Mynd af vef HA

Verkfalli frestað?

Í kjölfar samningaviðræða hefur Félag háskólakennara frestað verkfalli dagana 25. apríl til 10. maí. Eins og greint var frá fyrr í þessari viku hefði ... Lesa »

páskar2014

Norðlenskir páskar 2014

Brátt ganga páskarnir í garð með ríkulegri viðburða- og menningardagskrá í höfuðstað Norðurlands. Í dag kl. 22, miðvikudaginn 16. apríl, heldur ... Lesa »

Hallgrímur Pétursson. Mynd af vísindavefnum.

Passíusálmar í Hlöðunni

Á föstudaginn langa verður efnt til húslesturs á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar í Hlöðunni, Litla-Garði, frá kl. 13-18. Bæjarbúum er boðið að ... Lesa »

Close
Please support the site
Fylgstu með okkur á facebook líka!