Vændi á Akureyri til skoðunar

konur söluvaraLögreglan á Akureyri er með til skoðunar hvort skipulegt vændi fari fram í húsi í bænum. Ábendingar hafa borist um þetta bæði til lögreglu og einnig til ritstjórnar Akureyrar vikublaðs.

Samkvæmt heimildarmönnum sem hafa sett sig í samband við blaðið hafa undanfarið allt að fjórar konur norðan Glerár selt líkama sínu í einu og sama húsinu. Annað hvort hafi þær sjálfar eða melludólgur þeim tengdur tekjur af kynlífsstarfsemi en slíkt er refsivert samkvæmt íslenskum lögum. Einnig er refsivert skv. íslenskum lögum að sænskri fyrirmynd að kaupa vændisþjónustu. Einn heimildarmanna blaðsins segir að ekki sé um konur af erlendu bergi brotnar. Heldur hann því fram að starfsemin eigi sér stað í iðnaðarhverfi. Önnur heimild segir að ýmis „þjónusta“ sé í boði en hún kosti sitt.

Orðrómur hefur áður komið upp um svipuð mál en samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur athugun sjaldnast eða aldrei leitt til ákæru. Töluverð umræða blossaði reglulega upp um meint vændi á Akureyri í tengslum við nektarstaði þegar þeir voru og hétu en lítið hefur borið á umræðu um meint vændi í bænum í seinni tíð.

Gunnar Jóhannesson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu á Akureyri, staðfesti að málið væri til skoðunar. Annríki hefur verið hjá Akureyrarlögreglu vegna kynferðisbrota undanfarið en flest lúta þau að misnotkun.

Bogfimi

Meistaratitill í bogfimi norður

Íslandsmót í bogfimi fór fram um síðustu helgi. Mótið var í fyrsta sinn haldið í Leirdalnum í Grafarholti og var skipt í þrjá bogaflokka; trissuboga, ... Lesa »

Sigurður Hansen við grjótherinn við Kakalaskála

Sögustund í Kakalaskála

Sögustund tileinkuð Sturlu Þórðarsyni sagnaritara verður í Kakalaskála við Kringlumýri í Skagafirði á morgun, þriðjudaginn 29. júlí kl 20. Einar ... Lesa »

Eitt verkanna sem verður til sýnis

Ekkert er óbreytt

Sýningin Ekkert er Óbreytt opnar í Sal Myndlistafélagsins á Akureyri á morgun, laugardaginn 26.júlí, kl. 15. Að sýningunni standa Hekla Björt ... Lesa »

Druslugangan Akureyri 2013. Mynd: Björn Jónsson

Drusluganga á Akureyri

Laugardaginn 26. júlí kl. 14 verður Drusluganga gengin á Akureyri. Þetta er fjórða árið sem Druslugöngur fara fram víða um heim og hafa Akureyringar ... Lesa »

ein med ollu mynd

Ein með öllu: 18 gráður, sól og logn – eða ég verð brjálaður!

„Ein með öllu er fyrst og fremst bæjarhátíð fjölskyldunnar þar sem vel er tekið á móti gestum“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson talsmaður hátíðarinnar. ... Lesa »

10513520_10152401274621676_253241086971898474_n

Útlendingar missa andlitið af hrifningu

Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að framboð tónlistarviðburða á Akureyri er frábært og að öðrum ólöstuðum er Græni hatturinn sá staður sem ... Lesa »

IMG_7175

Bæjarstjórinn tók áskorun prestsins

Líkt og flestir vita fór svo að Þjóðverjar tryggðu sér á dögunum heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sigri á Argentínumönnum. Fjölmargir ... Lesa »

N35

Vona að Þórhallur og Hólmar þrauki fram yfir versló

„Við ákváðum að fara að halda Dynheimaböll upphaflega vegna þess að það vantaði einfaldlega böll fyrir þessa aldurshópa. Það vantaði líka nostalgíuna ... Lesa »

Kistan

Furðusögur að norðan

Elí Freysson hefur skrifað sögur síðan árið 2004. Hann er nú búinn með fimmtu bókina sína og er að klára þá sjöttu þessa dagana, en það verður ... Lesa »

Sunna hlakkar til að takast á við nýja starfið

Nýr djákni í Glerárkirkju

„Akureyri er bær sem er að vaxa og dafna og þar er alltaf meira og meira spennandi að gerast. Ég er með ýmislegt í pokahorninu og hlakka til að taka ... Lesa »

Fjölmargir fylgdust með þegar þátttakendur brunuðu niður tröppurnar

Úrslit hjólreiðahelgarinnar

Um síðastliðna helgi voru haldin þrjú hjólamót á vegum Hjólreiðafélags Akureyrar. Í fyrsta lagi var hjólað frá Siglufirði til Akureyrar, í öðru lagi ... Lesa »

Mynd af vef Eyjafjarðarsveitar

Nýr sveitarstjóri

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 21. júlí var samþykkt að ráða Karl Frímannsson í starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar frá 1. ágúst n.k. ... Lesa »

Listir í háloftunum

Sirkus á Akureyri

Sirkus Íslands verður á Akureyri 23. júlí - 2. ágúst og býður upp á þrjár mismunandi sýningar; Heima er best er fjölskyldusýning, S.I.R.K.U.S. er ... Lesa »

Brúðarkjólaleiga

Brúðargarðshorn

„Það eru 10 ár síðan ég keypti Brúðarkjólaleigu Akureyrar, en ég er búin að vera með hana hér í Garðshorni síðastliðin 4 ár,“ segir Birna ... Lesa »

Close
Please support the site
Fylgstu með okkur á facebook líka!