Strætó milli Akureyrar og Reykjavíkur tvisvar á dag

Frá og með sunnudeginum 2. september nk. mun strætó ganga milli Akureyrar og Reykjavíkur. Farnar verða tvær ferðir á dag alla daga vikunnar nema laugardaga, þá verður farin ein ferð.

Fullt fargjald fyrir fullorðna verður 7.700kr en með því að kaupa farmiða og borga með þeim lækkar gjaldið í 6.600kr. Gjaldið fyrir börn og unglinga er talsvert ódýrara eða 1.980kr fyrir börn yngri en 12 ára og 5.060kr fyrir unglinga á aldrinum 12-18 ára.

Leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur er skipt í 22 gjaldsvæði en stakur miði fyrir fullorðinn kostar 300kr ef keypt er 10 miða kort og gildir þá einn miði fyrir hvert gjaldsvæði, sjá verðskrá á vef Strætó. Miðar verða ekki seldir um borð í vagninum en hægt er að greiða fargjaldið með peningum, debet- eða kreditkorti. Hægt er að kaupa farmiðana á vef Strætó og einnig verður miðasala á Akureyri en enn hefur ekki verið ákveðið hvar hún verður staðsett en upplýsingar um það verða settar hér inn um leið og þær berast.

Leiðarkerfið er birt á vef Strætó, eins og reyndar leiðarkerfi Strætisvagna Akureyrar, en þar verður einnig hægt að sjá stöðu vagnsins í rauntíma. Á Akureyri verður stoppistöð vagnsins í miðbænum, við Nætursöluna, á sama stað og aðalstoppistöð Strætisvagna Akureyrar.

Leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur ber númerið 57 og ekur vagninn þjóðveg 1 nema milli Blönduóss og Varmahlíðar, þar verður ekið yfir Þverárfjall og í gegnum Sauðárkrók. Tengileiðir liggja að Stykkishólmi og Hólmavík en ætli farþegar að nýta sér þær leiðir þarf að láta vita með tveggja tíma fyrirvara því séu engir farþegar væntanlegir verður viðkomandi ferð ekki ekin.

Í byrjun næstu viku verður bæklingi með upplýsingum um þjónustuna og verðskrá dreift á öll heimili á vestur- og norðvesturlandi. Hægt er að nálgast bæklinginn á pdf formi hér. 

Þjónustan er rekin af Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi og Norðvesturlandi og Eyþingi en það er fyrirtækið Hópbílar frá Hafnarfirði sem sér um aksturinn en Strætó bs veitir sérfræðiráðgjöf varðandi skipulag, tímatöflur o. fl. ásamt því að hafa séð um útboð á verkinu.

Einar Kristjánsson, sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs Strætó bs segir mikilvægt að eignarhald og ákvörðunarvaldið varðandi aksturinn sé á höndum heimamanna sem hafi þá þekkingu á svæðinu sem nauðsynleg er við að halda úti almenningssamgöngum en gríðarlegur kostnaður felist í utanumhaldi og skipulagi, t.d. leiðabirtingarkerfi og rauntímaupplýsingum og því sé eðlilegt að sérþekking á slíku sé sótt til Strætó bs.

Nýlega var auglýst eftir tilboðum í akstur milli Akureyrar og Siglufjarðar og Akureyrar, Húsavíkur og Þórshafnar.  „Ástæða þess að við hjá Strætó bs sjáum um útboðið er sú að við erum byggðasamlag og fáum lögfræðiaðstoð frá lögfræðingum Reykjavíkurborgar. Það er verið að tryggja að jafnræðis sé gætt í öllum samskiptum en fram að opnun útboða fer öll vinnan fram í Reykjavík. Þannig er meiri fjarlægð milli aðila og ferlið faglegra.“

Í auglýsingu um útboðið sem birtist í Fréttablaðinu um sl. helgi, eru stafsetningarvillur í fjórum af sex staðarheitum sem nefnd eru í auglýsingunni. Lesandi hafði samband og benti á þetta og sagði þetta lýsa vanþekkingu og vanvirðingu af hálfu auglýsandans. Einar sagði fyrirtækið VSÓ ráðgjöf hafa unnið auglýsinguna og hann myndi hafa samband við fyrirtækið vegna þessa.

Laufás. Mynd úr safni.

Föstuganga Laufásprestakalls

Föstuganga fer fram í Laufásprestakalli í dag. Gengið er frá þremur stöðum í Laufás þ.e. frá Svalbarðskirkju kl. 11.00, frá Végeirsstöðum í Fnjóskdal ... Lesa »

Michael og Eyþór á æfingu

Sönglög við passíusálmana

Í kvöld halda þeir Michael Jón Clarke, barýtónsöngvari og Eyþór Ingi Jónsson, organisti, miðnæturtónleika í óupplýstri Akureyrarkirkju. Flutt verða 12 ... Lesa »

Karl Eskil einbeittur við skrif

Passaði mig á að fara ekki í fýlu

Karl Eskil Pálsson hættir sem ritstjóri Vikudags og hefur ráðið sig til fréttastofu RÚV að loknum sveitarstjórnarkosningum. Karli Eskil var sagt upp í ... Lesa »

Michael Clarke skrifar

Taxes

Iceland is known to be a high-tax country. It follows the Scandinavian model so envied by many other European countries where high standards of health ... Lesa »

Edward H. Huijbens, Vinstri græn

Vald yfir velferð

Árið 2007 kom fram í stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að stefna bæri að „fjölbreyttari rekstrarformum“ í heilbrigðisþjónustu. Þessi ... Lesa »

Þelamörk. Mynd úr safni.

Hörgárbyggð braut lög

Innanríkisráðuneytið hefur veitt álit í máli sem forsvarsmaður fyrirtækisins FAB Travel ehf. kom á framfæri við ráðuneytið vegna málsmeðferðar ... Lesa »

Geothermal energy, #10

Krítísk mengun í 4 km fjarlægð

Í erindi sem Ágústa Helgadóttir líffræðingur flutti í síðustu viku um mengun í grennd við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun kom fram að ... Lesa »

páskaegg

75 egg söfnuðust

Páskaeggjasöfnuninni, sem greint var frá fyrr í þessari viku, lauk á þriðjudaginn og fóru úthlutanir fram í gær með aðstoð Mæðrastyrksnefndar og ... Lesa »

listhús

Listastyrkur Fjallabyggðar

Listhúsið í Fjallabyggð óskar eftir umsóknum um svokallaðan Skammdegi AIR styrk. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl. Fullur styrkur veitir ... Lesa »

Lof og last vikunnar

Lof og last vikunnar

Last fá þeir sem véla svo um að hárgreiðslustofa fyrir eldri borgara í Víðilundinum á Akureyri sé að hrökklast burt. Svo mælir kona sem hafði samband ... Lesa »

Skemmdir eftir íkveikju. Svavar Alfreð Jónsson.

Íkveikja við Akureyrarkirkju

Útidyrahurð Akureyrarkirkju er talsvert skemmd eftir íkveikju sem varð um klukkan fimm í nótt. Dyrnar höfðu verið úðaðar með eldfimum vökva og ... Lesa »

skóli

Fækkun skólabarna nálgast 75%

Fækkun skólabarna í Skútustaðahreppi er íbúum áhyggjuefni. 34 nemendur eru nú í Reykjahlíðarskóla en sex útskrifast í vor. Að óbreyttu verða engir ... Lesa »

UMSE. Mynd af síðu sambandsins.

UMSE auglýsir eftir umsóknum

Ungmennasamband Eyjafjarðar auglýsir nú á heimasíðu sinni eftir umsóknum í Landsmótssjóð UMSE 2009 en fyrri úthlutun úr honum fer fram 1. júní ... Lesa »

Mynd af vef HA

Verkfalli frestað?

Í kjölfar samningaviðræða hefur Félag háskólakennara frestað verkfalli dagana 25. apríl til 10. maí. Eins og greint var frá fyrr í þessari viku hefði ... Lesa »

Close
Please support the site
Fylgstu með okkur á facebook líka!