Strætó milli Akureyrar og Reykjavíkur tvisvar á dag

Frá og með sunnudeginum 2. september nk. mun strætó ganga milli Akureyrar og Reykjavíkur. Farnar verða tvær ferðir á dag alla daga vikunnar nema laugardaga, þá verður farin ein ferð.

Fullt fargjald fyrir fullorðna verður 7.700kr en með því að kaupa farmiða og borga með þeim lækkar gjaldið í 6.600kr. Gjaldið fyrir börn og unglinga er talsvert ódýrara eða 1.980kr fyrir börn yngri en 12 ára og 5.060kr fyrir unglinga á aldrinum 12-18 ára.

Leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur er skipt í 22 gjaldsvæði en stakur miði fyrir fullorðinn kostar 300kr ef keypt er 10 miða kort og gildir þá einn miði fyrir hvert gjaldsvæði, sjá verðskrá á vef Strætó. Miðar verða ekki seldir um borð í vagninum en hægt er að greiða fargjaldið með peningum, debet- eða kreditkorti. Hægt er að kaupa farmiðana á vef Strætó og einnig verður miðasala á Akureyri en enn hefur ekki verið ákveðið hvar hún verður staðsett en upplýsingar um það verða settar hér inn um leið og þær berast.

Leiðarkerfið er birt á vef Strætó, eins og reyndar leiðarkerfi Strætisvagna Akureyrar, en þar verður einnig hægt að sjá stöðu vagnsins í rauntíma. Á Akureyri verður stoppistöð vagnsins í miðbænum, við Nætursöluna, á sama stað og aðalstoppistöð Strætisvagna Akureyrar.

Leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur ber númerið 57 og ekur vagninn þjóðveg 1 nema milli Blönduóss og Varmahlíðar, þar verður ekið yfir Þverárfjall og í gegnum Sauðárkrók. Tengileiðir liggja að Stykkishólmi og Hólmavík en ætli farþegar að nýta sér þær leiðir þarf að láta vita með tveggja tíma fyrirvara því séu engir farþegar væntanlegir verður viðkomandi ferð ekki ekin.

Í byrjun næstu viku verður bæklingi með upplýsingum um þjónustuna og verðskrá dreift á öll heimili á vestur- og norðvesturlandi. Hægt er að nálgast bæklinginn á pdf formi hér. 

Þjónustan er rekin af Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi og Norðvesturlandi og Eyþingi en það er fyrirtækið Hópbílar frá Hafnarfirði sem sér um aksturinn en Strætó bs veitir sérfræðiráðgjöf varðandi skipulag, tímatöflur o. fl. ásamt því að hafa séð um útboð á verkinu.

Einar Kristjánsson, sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs Strætó bs segir mikilvægt að eignarhald og ákvörðunarvaldið varðandi aksturinn sé á höndum heimamanna sem hafi þá þekkingu á svæðinu sem nauðsynleg er við að halda úti almenningssamgöngum en gríðarlegur kostnaður felist í utanumhaldi og skipulagi, t.d. leiðabirtingarkerfi og rauntímaupplýsingum og því sé eðlilegt að sérþekking á slíku sé sótt til Strætó bs.

Nýlega var auglýst eftir tilboðum í akstur milli Akureyrar og Siglufjarðar og Akureyrar, Húsavíkur og Þórshafnar.  „Ástæða þess að við hjá Strætó bs sjáum um útboðið er sú að við erum byggðasamlag og fáum lögfræðiaðstoð frá lögfræðingum Reykjavíkurborgar. Það er verið að tryggja að jafnræðis sé gætt í öllum samskiptum en fram að opnun útboða fer öll vinnan fram í Reykjavík. Þannig er meiri fjarlægð milli aðila og ferlið faglegra.“

Í auglýsingu um útboðið sem birtist í Fréttablaðinu um sl. helgi, eru stafsetningarvillur í fjórum af sex staðarheitum sem nefnd eru í auglýsingunni. Lesandi hafði samband og benti á þetta og sagði þetta lýsa vanþekkingu og vanvirðingu af hálfu auglýsandans. Einar sagði fyrirtækið VSÓ ráðgjöf hafa unnið auglýsinguna og hann myndi hafa samband við fyrirtækið vegna þessa.

ein med ollu mynd

Ein með öllu: 18 gráður, sól og logn – eða ég verð brjálaður!

„Ein með öllu er fyrst og fremst bæjarhátíð fjölskyldunnar þar sem vel er tekið á móti gestum“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson talsmaður hátíðarinnar. ... Lesa »

10513520_10152401274621676_253241086971898474_n

Útlendingar missa andlitið af hrifningu

Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að framboð tónlistarviðburða á Akureyri er frábært og að öðrum ólöstuðum er Græni hatturinn sá staður sem ... Lesa »

IMG_7175

Bæjarstjórinn tók áskorun prestsins

Líkt og flestir vita fór svo að Þjóðverjar tryggðu sér á dögunum heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sigri á Argentínumönnum. Fjölmargir ... Lesa »

N35

Vona að Þórhallur og Hólmar þrauki fram yfir versló

„Við ákváðum að fara að halda Dynheimaböll upphaflega vegna þess að það vantaði einfaldlega böll fyrir þessa aldurshópa. Það vantaði líka nostalgíuna ... Lesa »

Kistan

Furðusögur að norðan

Elí Freysson hefur skrifað sögur síðan árið 2004. Hann er nú búinn með fimmtu bókina sína og er að klára þá sjöttu þessa dagana, en það verður ... Lesa »

Sunna hlakkar til að takast á við nýja starfið

Nýr djákni í Glerárkirkju

„Akureyri er bær sem er að vaxa og dafna og þar er alltaf meira og meira spennandi að gerast. Ég er með ýmislegt í pokahorninu og hlakka til að taka ... Lesa »

Fjölmargir fylgdust með þegar þátttakendur brunuðu niður tröppurnar

Úrslit hjólreiðahelgarinnar

Um síðastliðna helgi voru haldin þrjú hjólamót á vegum Hjólreiðafélags Akureyrar. Í fyrsta lagi var hjólað frá Siglufirði til Akureyrar, í öðru lagi ... Lesa »

Mynd af vef Eyjafjarðarsveitar

Nýr sveitarstjóri

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 21. júlí var samþykkt að ráða Karl Frímannsson í starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar frá 1. ágúst n.k. ... Lesa »

Listir í háloftunum

Sirkus á Akureyri

Sirkus Íslands verður á Akureyri 23. júlí - 2. ágúst og býður upp á þrjár mismunandi sýningar; Heima er best er fjölskyldusýning, S.I.R.K.U.S. er ... Lesa »

Brúðarkjólaleiga

Brúðargarðshorn

„Það eru 10 ár síðan ég keypti Brúðarkjólaleigu Akureyrar, en ég er búin að vera með hana hér í Garðshorni síðastliðin 4 ár,“ segir Birna ... Lesa »

Kammer

Ókeypis kammerveisla í Hofi

Laugardaginn 26. júlí er von á virtum tónlistarmönnum í Hof sem sigla til Akureyrar með skemmtiferðaskipi á vegum ferðaskrifstofunnar Kikrer Holidays. ... Lesa »

Vinkonurnar Fanney og Gunna spila í takttegundum íslenska hestsins

Kvenfélagið Skjóna

Kvenfélagið Skjóna er skemmtiband sem spilar einkum tónlist tengda landsbyggðarlífi og hestamennsku í takttegundum íslenska hestsins og tekur gjarnan ... Lesa »

Gilið

Fundur um Listasumar

Þriðjudaginn 22. júlí kl. 12-13 verður haldinn opinn fundur á veitingastaðnum RUB23 í Listagilinu á Akureyri um endurreisn Listasumars. Á fundinum ... Lesa »

J2

Jarðarberjasæla

Þessi jarðaberjasæla er svona klassísk gamaldags jarðarberjaterta sem ég fann í gömlu uppskriftarbókinni hennar mömmu. Það sem ég elska gömlu ... Lesa »

Close
Please support the site
Fylgstu með okkur á facebook líka!