Strætó milli Akureyrar og Reykjavíkur tvisvar á dag

Frá og með sunnudeginum 2. september nk. mun strætó ganga milli Akureyrar og Reykjavíkur. Farnar verða tvær ferðir á dag alla daga vikunnar nema laugardaga, þá verður farin ein ferð.

Fullt fargjald fyrir fullorðna verður 7.700kr en með því að kaupa farmiða og borga með þeim lækkar gjaldið í 6.600kr. Gjaldið fyrir börn og unglinga er talsvert ódýrara eða 1.980kr fyrir börn yngri en 12 ára og 5.060kr fyrir unglinga á aldrinum 12-18 ára.

Leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur er skipt í 22 gjaldsvæði en stakur miði fyrir fullorðinn kostar 300kr ef keypt er 10 miða kort og gildir þá einn miði fyrir hvert gjaldsvæði, sjá verðskrá á vef Strætó. Miðar verða ekki seldir um borð í vagninum en hægt er að greiða fargjaldið með peningum, debet- eða kreditkorti. Hægt er að kaupa farmiðana á vef Strætó og einnig verður miðasala á Akureyri en enn hefur ekki verið ákveðið hvar hún verður staðsett en upplýsingar um það verða settar hér inn um leið og þær berast.

Leiðarkerfið er birt á vef Strætó, eins og reyndar leiðarkerfi Strætisvagna Akureyrar, en þar verður einnig hægt að sjá stöðu vagnsins í rauntíma. Á Akureyri verður stoppistöð vagnsins í miðbænum, við Nætursöluna, á sama stað og aðalstoppistöð Strætisvagna Akureyrar.

Leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur ber númerið 57 og ekur vagninn þjóðveg 1 nema milli Blönduóss og Varmahlíðar, þar verður ekið yfir Þverárfjall og í gegnum Sauðárkrók. Tengileiðir liggja að Stykkishólmi og Hólmavík en ætli farþegar að nýta sér þær leiðir þarf að láta vita með tveggja tíma fyrirvara því séu engir farþegar væntanlegir verður viðkomandi ferð ekki ekin.

Í byrjun næstu viku verður bæklingi með upplýsingum um þjónustuna og verðskrá dreift á öll heimili á vestur- og norðvesturlandi. Hægt er að nálgast bæklinginn á pdf formi hér. 

Þjónustan er rekin af Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi og Norðvesturlandi og Eyþingi en það er fyrirtækið Hópbílar frá Hafnarfirði sem sér um aksturinn en Strætó bs veitir sérfræðiráðgjöf varðandi skipulag, tímatöflur o. fl. ásamt því að hafa séð um útboð á verkinu.

Einar Kristjánsson, sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs Strætó bs segir mikilvægt að eignarhald og ákvörðunarvaldið varðandi aksturinn sé á höndum heimamanna sem hafi þá þekkingu á svæðinu sem nauðsynleg er við að halda úti almenningssamgöngum en gríðarlegur kostnaður felist í utanumhaldi og skipulagi, t.d. leiðabirtingarkerfi og rauntímaupplýsingum og því sé eðlilegt að sérþekking á slíku sé sótt til Strætó bs.

Nýlega var auglýst eftir tilboðum í akstur milli Akureyrar og Siglufjarðar og Akureyrar, Húsavíkur og Þórshafnar.  „Ástæða þess að við hjá Strætó bs sjáum um útboðið er sú að við erum byggðasamlag og fáum lögfræðiaðstoð frá lögfræðingum Reykjavíkurborgar. Það er verið að tryggja að jafnræðis sé gætt í öllum samskiptum en fram að opnun útboða fer öll vinnan fram í Reykjavík. Þannig er meiri fjarlægð milli aðila og ferlið faglegra.“

Í auglýsingu um útboðið sem birtist í Fréttablaðinu um sl. helgi, eru stafsetningarvillur í fjórum af sex staðarheitum sem nefnd eru í auglýsingunni. Lesandi hafði samband og benti á þetta og sagði þetta lýsa vanþekkingu og vanvirðingu af hálfu auglýsandans. Einar sagði fyrirtækið VSÓ ráðgjöf hafa unnið auglýsinguna og hann myndi hafa samband við fyrirtækið vegna þessa.

Keppandi sýnir listir sínar á bretti.Pedrómyndir.

Andrésar andar leikarnir settir í kvöld

Í dag kl. 20:30 verða Andrésar Andar leikarnir settir í Íþróttahöllinni við Skólastíg. Fyrirhugað er að keppni í fyrstu greinum  fari fram á morgun, ... Lesa »

Háskólinn á Akureyri. Mynd af vef HA.

Matís fækkar starfsmönnum á Akureyri

Starfsmönnum Matís á Akureyri hefur nú verið fækkað niður í einn. Stofnunin hefur aðsetur í Háskólanum á Akureyri, á Borgum við Norðurslóð. Árið 2013 ... Lesa »

lions

Bók er best vina

Lionsklúbburinn Ylfa á Akureyri tekur nú þátt í 10 ára verkefni alþjóða Lionshreyfingarinnar sem hefur það að markmiði að vinna gegn ólæsi í heiminum. ... Lesa »

Skautafélag Akureyrar

Disneygleði á ís

Þann 23. apríl næstkomandi heldur listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar sína árlegu vorsýningu sem í ár ber heitið Disneygleði á ís. Þátttakendur ... Lesa »

VMA. Mynd af vef Akureyrarbæjar.

Tilraun til íkveikju við VMA

  Í gærkvöldi var gerð tilraun til að kveikja í húsakynnum Verkmenntaskólans á Akureyri. „Eldurinn kom upp við húshorn. Það var notaður ... Lesa »

Geir Hólmarsson skrifar

Hugleiðing um stærðfræði

Hvers vegna þarf ég að reikna kaflann aftur? Ég er búinn að reikna hann. Sonurinn spurði. Tja, svaraði ég. Sko, uuuu, stærðfræði er í grunnin ... Lesa »

Endhaf

Endhaf í Kaupvangsstræti

Föstudaginn 25. apríl kl. 20 opnar sýning á lokaverkefnum átján listnema VMA í sal Myndlistarfélagsins, Boxinu, við Kaupvagnsstræti 10. Verkin verða ... Lesa »

Michael Clarke skrifar

Sunshine

We knew it was there somewhere. We had seen it once or twice peeping through the grey clouds. And we knew it was getting a bit higher in the sky. But ... Lesa »

10173318_10203638711467798_616893369_n

Akureyringar nota eigin fjölmiðla mikið

Ný könnun sýnir að Akureyringar eru dyggir notendur staðarmiðla í héraði. Hátt hlutfall bæjarbúa flettir sjónvarpsdagskránum tveimur og mikið áhrif er ... Lesa »

Dagur

Heilsugæsla á krossgötum

Heilbrigðisþjónusta er eitt mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna. Er stundum sagt að skipulag málaflokksins beri stjórnvöldum á hverjum tíma best ... Lesa »

Jón Óðinn Waage skrifar

Líkamsrækt

Ég hef verið þjálfari í rúm 30 ár. Um tíma einbeitti ég mér að því að þjálfa venjulegt fólk. Í tengslum við það fór ég á nokkur námskeið. Það fyrsta ... Lesa »

Michael Clarke skrifar

Pension funds

It is illegal in Iceland not to pay into a pension fund. Even though the pension funds are privately run. This way ensures that everyone has enough ... Lesa »

IMG_6920

Áhrif félagsmanna á stefnu og stjórn KEA

Á aðalfundi KEA fyrir nærri ári síðan voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins. Sumar breytinganna voru þarfar og tímabærar, t.d. að breyta ... Lesa »

_MG_8827

Landeigendur byrji á öfugum enda

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti eftirfarandi bókun á fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps 4. apríl. sl.: „Gjaldtaka á ... Lesa »

Close
Please support the site
Fylgstu með okkur á facebook líka!