Strætó milli Akureyrar og Reykjavíkur tvisvar á dag

Frá og með sunnudeginum 2. september nk. mun strætó ganga milli Akureyrar og Reykjavíkur. Farnar verða tvær ferðir á dag alla daga vikunnar nema laugardaga, þá verður farin ein ferð.

Fullt fargjald fyrir fullorðna verður 7.700kr en með því að kaupa farmiða og borga með þeim lækkar gjaldið í 6.600kr. Gjaldið fyrir börn og unglinga er talsvert ódýrara eða 1.980kr fyrir börn yngri en 12 ára og 5.060kr fyrir unglinga á aldrinum 12-18 ára.

Leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur er skipt í 22 gjaldsvæði en stakur miði fyrir fullorðinn kostar 300kr ef keypt er 10 miða kort og gildir þá einn miði fyrir hvert gjaldsvæði, sjá verðskrá á vef Strætó. Miðar verða ekki seldir um borð í vagninum en hægt er að greiða fargjaldið með peningum, debet- eða kreditkorti. Hægt er að kaupa farmiðana á vef Strætó og einnig verður miðasala á Akureyri en enn hefur ekki verið ákveðið hvar hún verður staðsett en upplýsingar um það verða settar hér inn um leið og þær berast.

Leiðarkerfið er birt á vef Strætó, eins og reyndar leiðarkerfi Strætisvagna Akureyrar, en þar verður einnig hægt að sjá stöðu vagnsins í rauntíma. Á Akureyri verður stoppistöð vagnsins í miðbænum, við Nætursöluna, á sama stað og aðalstoppistöð Strætisvagna Akureyrar.

Leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur ber númerið 57 og ekur vagninn þjóðveg 1 nema milli Blönduóss og Varmahlíðar, þar verður ekið yfir Þverárfjall og í gegnum Sauðárkrók. Tengileiðir liggja að Stykkishólmi og Hólmavík en ætli farþegar að nýta sér þær leiðir þarf að láta vita með tveggja tíma fyrirvara því séu engir farþegar væntanlegir verður viðkomandi ferð ekki ekin.

Í byrjun næstu viku verður bæklingi með upplýsingum um þjónustuna og verðskrá dreift á öll heimili á vestur- og norðvesturlandi. Hægt er að nálgast bæklinginn á pdf formi hér. 

Þjónustan er rekin af Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi og Norðvesturlandi og Eyþingi en það er fyrirtækið Hópbílar frá Hafnarfirði sem sér um aksturinn en Strætó bs veitir sérfræðiráðgjöf varðandi skipulag, tímatöflur o. fl. ásamt því að hafa séð um útboð á verkinu.

Einar Kristjánsson, sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs Strætó bs segir mikilvægt að eignarhald og ákvörðunarvaldið varðandi aksturinn sé á höndum heimamanna sem hafi þá þekkingu á svæðinu sem nauðsynleg er við að halda úti almenningssamgöngum en gríðarlegur kostnaður felist í utanumhaldi og skipulagi, t.d. leiðabirtingarkerfi og rauntímaupplýsingum og því sé eðlilegt að sérþekking á slíku sé sótt til Strætó bs.

Nýlega var auglýst eftir tilboðum í akstur milli Akureyrar og Siglufjarðar og Akureyrar, Húsavíkur og Þórshafnar.  „Ástæða þess að við hjá Strætó bs sjáum um útboðið er sú að við erum byggðasamlag og fáum lögfræðiaðstoð frá lögfræðingum Reykjavíkurborgar. Það er verið að tryggja að jafnræðis sé gætt í öllum samskiptum en fram að opnun útboða fer öll vinnan fram í Reykjavík. Þannig er meiri fjarlægð milli aðila og ferlið faglegra.“

Í auglýsingu um útboðið sem birtist í Fréttablaðinu um sl. helgi, eru stafsetningarvillur í fjórum af sex staðarheitum sem nefnd eru í auglýsingunni. Lesandi hafði samband og benti á þetta og sagði þetta lýsa vanþekkingu og vanvirðingu af hálfu auglýsandans. Einar sagði fyrirtækið VSÓ ráðgjöf hafa unnið auglýsinguna og hann myndi hafa samband við fyrirtækið vegna þessa.

svifvængir

Frjáls eins og fuglinn

„Mig dreymdi allaf um að fljúga eins og  fuglinn“ segir Gísli Steinar Jóhannesson, kennari í svifvængjaflugi hjá True Adventure. „Mér fannst ... Lesa »

THTR7580

Akureyri handboltafélag styrkist

  Sex leikmenn skrifuðu undir samning við Akureyri Handboltafélag á Glerártorgi í gær, tveir af þeim voru að framlengja samning en það eru þeir  ... Lesa »

magnus hlynur

Magnús Hlynur lærir sitt fag

Magnús Hlynur Hreiðarsson , fréttamaðurinn kunni á Stöð 2, er sestur á skólabekk. Eftir 20 ár í bransanum hefur hann ákveðið að læra sitt fag; ... Lesa »

typpabuxur2

Sjóðheitar typpabuxur

Sala á lopapeysum hefur verið léleg hjá handverksfólki í Öxarfirði þetta sumarið. Aðra sögu er þó að segja um flík sem löguð er að líkamsbyggingu ... Lesa »

SONY DSC

Sigling færð nær sjónum

Í morgun var útilistaverkið Sigling eftir Jón Gunnar Árnason fært af horni Glerárgötu og Kaupvangsstrætis yfir í fjöruna við Pollinn á Akureyri, nánar ... Lesa »

HIldur

Á kirkjan að skammast sín?

Aldrei hefði mig grunað þegar ég lauk guðfræðiprófi fyrir um áratug síðan með kandidatsritgerð um samskipti Jesú við samversku konuna sem hann leysti ... Lesa »

apple

Fær barnið þitt heilan eða hálfan ávöxt?

Nú þegar grunnskólar landsins eru við það að hefjast hafa kennarar og starfsfólk skólanna verið í óðaönn að undirbúa komandi skólaár. Partur af ... Lesa »

ak_gaza_mynd

Frá Akureyri til Gaza

Á morgun, miðvikudaginn 20. ágúst, verða haldir samstöðu- og styrktartónleikar fyrir íbúa Gaza svæðisins þar sem fram koma fjórar eyfirskar ... Lesa »

Styrkþegar ásamt verkefnastjórjum Akureyrarvöku og útibússtjóra Landsbankans

Ljóðapöntun og fleiri viðburðir hlutu styrk frá Landsbankanum

Landsbankinn hefur úthlutað styrkjum til tíu verkefna og viðburða á Akureyrarvöku en samtals voru veittar 400 þúsund krónur til verkefnanna. ... Lesa »

1495349_804165416300787_640699230648819069_o

Frábær árangur UFA síðastliðna helgi (Myndasyrpa)

Dagana 16. og 17. ágúst var Meistaramót Íslands í aldursflokkunum 11-14 ára haldið á Þórsvellinum á Akureyri.  UFA sigraði í heildarstigakeppninni sem ... Lesa »

aaaakv

Útivistarperla í innbænum

Á undanförnum dögum hafa starfsmenn á vegum Akureyrarbæjar unnið hörðum höndum við að klára göngu og útivistarstíginn meðfram drottningarbraut. Nú ... Lesa »

vaðlar

Merkingum breytt á upplýsingaskilti

Ekki virðast allir vera á eitt sáttir með merkingar á skiltunum við Hjartastíginn svokallaða. Einhver hefur tekið sig til og límt yfir Leiran og ... Lesa »

ulfarne

Gríðarstór samnorræn hátíð haldin á Akureyri

20. – 23. ágúst næstkomandi verður haldin norræn þjóðlistahátíð og ráðstefna á Akureyri sem hefur yfirskriftina Erfðir til framtíðar (Tradition for ... Lesa »

inga hrönn

Með uppistand í Washington – myndband

  Fór út fyrir kassann Inga Hrönn Kristjánsdóttir er 38 ára Akureyringur, viðskiptafræðingur og þriggja barna móðir. Hún hefur undanfarin ... Lesa »

Close
Please support the site
Fylgstu með okkur á facebook líka!